Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

1. desember, 2010

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur hljóta tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverðlauna.

Þann fyrsta desember var tilkynnt hvaða bækur hljóta tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverðlauna árið 2010. Fimm verk voru tilnefnd í tveimur flokkum, frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns eðlis hins vegar. Tvær þriggja manna dómnefndir sjá um valið á þeim bókum sem þykja hafa skarað fram úr á útgáfuárinu 2010.


Í flokki frumsaminna skáldverka eru eftirfarandi bækur tilnefndar:


Bragi ÓlafssonHandritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.

Bergsveinn BirgissonSvar við bréfi Helgu. Bjartur.

Gerður KristnýBlóðhófnir. Mál og menning.

Sigurður GuðmundssonDýrin í Saigon. Mál og menning.

Þórunn Erlu-ValdimarsdóttirMörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.


Í flokki fræðiverka og rita almenns eðlis eru eftirfarandi bækur tilnefndar:


Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen – Ævisaga. JPV útgáfa.

Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.

Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.


Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent fyrst árið 1989. Í fyrra hlutu verðlaunin Guðmundur Óskarsson fyrir Bankster og Helgi Björnsson fyrir bókina Jöklar á Íslandi. Forseti Íslands mun afhenda bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum um mánaðarmótin janúar-febrúar á næsta ári.

Í dag var einnig tilkynnt um hvaða bækur eru tilnefndar til íslensku þýðingarverðlaunanna en þau verða afhent á degi bókarinnar 23. apríl 2011. Fimm þýðingar þykja hafa skarað fram úr útgáfuárið 2010 en það eru:

Silas Marner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar. Bókafélagið Ugla.

Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Mál og menning.

Vetrarbraut eftir Kjell Espmark í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Uppheimar.

Kaffihús tregans eftir Carson McCullers í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Bjartur.

Lér konungur eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns. Mál og menning.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir