Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna

1. desember, 2010

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur hljóta tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverðlauna.

Þann fyrsta desember var tilkynnt hvaða bækur hljóta tilnefningu til hinna íslensku bókmenntaverðlauna árið 2010. Fimm verk voru tilnefnd í tveimur flokkum, frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns eðlis hins vegar. Tvær þriggja manna dómnefndir sjá um valið á þeim bókum sem þykja hafa skarað fram úr á útgáfuárinu 2010.


Í flokki frumsaminna skáldverka eru eftirfarandi bækur tilnefndar:


Bragi ÓlafssonHandritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.

Bergsveinn BirgissonSvar við bréfi Helgu. Bjartur.

Gerður KristnýBlóðhófnir. Mál og menning.

Sigurður GuðmundssonDýrin í Saigon. Mál og menning.

Þórunn Erlu-ValdimarsdóttirMörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.


Í flokki fræðiverka og rita almenns eðlis eru eftirfarandi bækur tilnefndar:


Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.

Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen – Ævisaga. JPV útgáfa.

Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.

Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.


Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent fyrst árið 1989. Í fyrra hlutu verðlaunin Guðmundur Óskarsson fyrir Bankster og Helgi Björnsson fyrir bókina Jöklar á Íslandi. Forseti Íslands mun afhenda bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum um mánaðarmótin janúar-febrúar á næsta ári.

Í dag var einnig tilkynnt um hvaða bækur eru tilnefndar til íslensku þýðingarverðlaunanna en þau verða afhent á degi bókarinnar 23. apríl 2011. Fimm þýðingar þykja hafa skarað fram úr útgáfuárið 2010 en það eru:

Silas Marner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar. Bókafélagið Ugla.

Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Mál og menning.

Vetrarbraut eftir Kjell Espmark í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Uppheimar.

Kaffihús tregans eftir Carson McCullers í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Bjartur.

Lér konungur eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns. Mál og menning.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir