Hetjur Valhallar

9. desember, 2010

„Það er okkur mikið kappsmál að gera sagnaarfinum góð skil,“ segir Þórhallur Ágústsson hjá framleiðslufyrirtækinu Caoz. Fyrirtækið opnað nýverið heimasíðu, þar sem hægt er að sjá inn í heim kvikmyndarinnar Hetjur Valhallar.

„Það er okkur mikið kappsmál að gera sagnaarfinum góð skil,“ segir Þórhallur Ágústsson hjá framleiðslufyrirtækinu Caoz. Fyrirtækið opnað nýverið heimasíðu, þar sem hægt er að sjá inn í heim kvikmyndarinnar Hetjur Valhallar, Legends of Valhalla. 

Kvikmyndin verður frumsýnd haustið 2011. Á nýja vefnum sem Caoz opnaði er hægt að nálgast upplýsingar um söguþráðinn, persónur myndarinnar og fá innsýn í sagnaheiminn sem myndin byggir á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson og kostnaður við hana nemur um 1,4 milljörðum króna.

„Við hjá Caoz segjum gjarna að í rauninni hafi framleiðsla myndarinnar byrjað fyrir löngu,“ segir Þórhallur Ágústsson. „Nánar tiltekið fyrir um 800 árum, þegar Snorri Sturluson skrifaði fyrsta handritið í Reykholti árið 1220. Síðan þá hefur vinnan gengið misjafnlega hratt, en síðasti kaflinn hófst í nóvember 2009 þegar fjármögnun myndarinnar var tryggð. Nú vinna 80 manns að gerð hennar, í fjórum stúdíóum, í þremur löndum (Reykjavík, Galway Írlandi og Hamborg og Bremen Þýskalandi).“

Legends of Valhalla

- Hvert er þá aðallega hlutverk þessa nýja vefs?

„Vefnum okkar er ætlað margþætt hlutverk,“ segir Þórhallur. ,,Fyrst og síðast er þetta framlag okkar í netheimum ætlað til kynningar á okkar túlkun á sagnaarfinum. Þar er hægt að fylgjast með goðum, mönnum, vættum og forynjum og ekki síst þeirri heimsmynd sem Snorri Sturluson færði á kálfaskinn í Snorra-Eddu.

 Vefnum er í fyrstu ætlað að koma myndinni á framfæri, sýna „artworkið“ sem henni fylgir og vekja almennan áhuga.  Hönnun vefsins hefur gengið út á að gera aðgengið sem auðveldast. Þannig er hægt er að nálgast allar upplýsingar og gögn, myndir og myndbönd beint frá forsíðu vefsins.  Upplýsingar um myndina er hins vegar bara hluti af vefnum. Þar eru líka upplýsingar og almennur fróðleikur um norræna goðafræði. Terry Gunnel, prófessor við Háskóla Íslands leiðir lesendur inn í goðafræðina, uppruna hennar, uppruna mannsins, og staðreyndir um goð menn og garpa.

Það ber líka að hafa hugfast að gerð þrívíddar teiknimyndar krefst mikillar vinnu og þolinmæði.  Þannig telst 1 mínúta á viku í framleiðslu góð afköst! Myndin hefur nú þegar verið seld til 38 landa og stefnt er að því að selja hana til yfir 100 landa. Í raun teljum við það vera okkar skyldu sem Íslendinga að gera þessu efni sem best skil, dreifa „fagnaðarerindinu“ sem víðast. Þetta eru klassík og góð ævintýri,“ segir Þórhallur. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir