Hetjur Valhallar

9. desember, 2010

„Það er okkur mikið kappsmál að gera sagnaarfinum góð skil,“ segir Þórhallur Ágústsson hjá framleiðslufyrirtækinu Caoz. Fyrirtækið opnað nýverið heimasíðu, þar sem hægt er að sjá inn í heim kvikmyndarinnar Hetjur Valhallar.

„Það er okkur mikið kappsmál að gera sagnaarfinum góð skil,“ segir Þórhallur Ágústsson hjá framleiðslufyrirtækinu Caoz. Fyrirtækið opnað nýverið heimasíðu, þar sem hægt er að sjá inn í heim kvikmyndarinnar Hetjur Valhallar, Legends of Valhalla. 

Kvikmyndin verður frumsýnd haustið 2011. Á nýja vefnum sem Caoz opnaði er hægt að nálgast upplýsingar um söguþráðinn, persónur myndarinnar og fá innsýn í sagnaheiminn sem myndin byggir á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson og kostnaður við hana nemur um 1,4 milljörðum króna.

„Við hjá Caoz segjum gjarna að í rauninni hafi framleiðsla myndarinnar byrjað fyrir löngu,“ segir Þórhallur Ágústsson. „Nánar tiltekið fyrir um 800 árum, þegar Snorri Sturluson skrifaði fyrsta handritið í Reykholti árið 1220. Síðan þá hefur vinnan gengið misjafnlega hratt, en síðasti kaflinn hófst í nóvember 2009 þegar fjármögnun myndarinnar var tryggð. Nú vinna 80 manns að gerð hennar, í fjórum stúdíóum, í þremur löndum (Reykjavík, Galway Írlandi og Hamborg og Bremen Þýskalandi).“

Legends of Valhalla

- Hvert er þá aðallega hlutverk þessa nýja vefs?

„Vefnum okkar er ætlað margþætt hlutverk,“ segir Þórhallur. ,,Fyrst og síðast er þetta framlag okkar í netheimum ætlað til kynningar á okkar túlkun á sagnaarfinum. Þar er hægt að fylgjast með goðum, mönnum, vættum og forynjum og ekki síst þeirri heimsmynd sem Snorri Sturluson færði á kálfaskinn í Snorra-Eddu.

 Vefnum er í fyrstu ætlað að koma myndinni á framfæri, sýna „artworkið“ sem henni fylgir og vekja almennan áhuga.  Hönnun vefsins hefur gengið út á að gera aðgengið sem auðveldast. Þannig er hægt er að nálgast allar upplýsingar og gögn, myndir og myndbönd beint frá forsíðu vefsins.  Upplýsingar um myndina er hins vegar bara hluti af vefnum. Þar eru líka upplýsingar og almennur fróðleikur um norræna goðafræði. Terry Gunnel, prófessor við Háskóla Íslands leiðir lesendur inn í goðafræðina, uppruna hennar, uppruna mannsins, og staðreyndir um goð menn og garpa.

Það ber líka að hafa hugfast að gerð þrívíddar teiknimyndar krefst mikillar vinnu og þolinmæði.  Þannig telst 1 mínúta á viku í framleiðslu góð afköst! Myndin hefur nú þegar verið seld til 38 landa og stefnt er að því að selja hana til yfir 100 landa. Í raun teljum við það vera okkar skyldu sem Íslendinga að gera þessu efni sem best skil, dreifa „fagnaðarerindinu“ sem víðast. Þetta eru klassík og góð ævintýri,“ segir Þórhallur. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir