Sögueyjan Ísland á Facebook

14. janúar, 2011

Kveðja frá Nóbelsskáldi ýtir síðunni úr vör.

Sögueyjan Ísland hefur tekið í notkun Facebook-síðu, og er slóðin www.facebook.com/sogueyjan.island. Þar munu birtast ýmsar upplýsingar um viðburði á döfinni í menningardagskrá Íslands í Þýskalandi árið 2011 í tengslum við heiðursþátttökuna á Bókasýningunni í Frankfurt  í október.

Ein fyrsta tilkynningin sem birtist á síðunni var kærkomin kveðja til Sögueyjunnar frá Nóbelsskáldinu J.M. Coetzee, en hann var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2007 og hefur sterkar taugar til íslenskra bókmennta:

„Einhver merkilegasti þátturinn í fari Íslendinga er sú tryggð sem þeir halda við bókina. Ævaforn bókmenntahefð þeirra er jafn ljóslifandi fyrir þeim og ef hún hefði verið skrifuð í gær, en um leið eru þeir meðvitaðir um alla nýja strauma í bókmenntum, og lesa af ákafa á mörgum tungumálum.

Kær kveðja,
John Coetzee.“

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir