Sögueyjan Ísland á Facebook

14. janúar, 2011

Kveðja frá Nóbelsskáldi ýtir síðunni úr vör.

Sögueyjan Ísland hefur tekið í notkun Facebook-síðu, og er slóðin www.facebook.com/sogueyjan.island. Þar munu birtast ýmsar upplýsingar um viðburði á döfinni í menningardagskrá Íslands í Þýskalandi árið 2011 í tengslum við heiðursþátttökuna á Bókasýningunni í Frankfurt  í október.

Ein fyrsta tilkynningin sem birtist á síðunni var kærkomin kveðja til Sögueyjunnar frá Nóbelsskáldinu J.M. Coetzee, en hann var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík árið 2007 og hefur sterkar taugar til íslenskra bókmennta:

„Einhver merkilegasti þátturinn í fari Íslendinga er sú tryggð sem þeir halda við bókina. Ævaforn bókmenntahefð þeirra er jafn ljóslifandi fyrir þeim og ef hún hefði verið skrifuð í gær, en um leið eru þeir meðvitaðir um alla nýja strauma í bókmenntum, og lesa af ákafa á mörgum tungumálum.

Kær kveðja,
John Coetzee.“

Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir