Komdu með til Frankfurt!

20. janúar, 2011

Íslensk heimilisbókasöfn tekin með á Bókasýninguna. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Íslenska heimilisbókasafnið er að mörgu leyti einstakt fyrirbrigði í heiminum og hefur í gegnum aldirnar gegnt mikilvægu hlutverki í heimilislífi landans. Bækur hafa ekki aðeins verið lesnar til fróðleiks og ánægju heldur hafa þeir einnig verið notaðar sem stofustáss. Fallegar bækur í fallegum bókaskáp hafa löngum þótt mikil heimilisprýði.

Sögueyjan Ísland hvetur fólk til að taka þátt í verkefni um íslensku heimilisbókasöfnin. Verkefnið heitir „Komdu með til Frankfurt“ og verður sýnt í glæsilegum sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október á þessu ári.

heimilisbokasafn1Við ætlum að bjóða gestum Bókasýningarinnar, sem voru um 300 þúsund á síðasta ári, á íslensk bókaheimili – og við ætlum að bjóða sem flestum Íslendingum að taka þátt í Bókasýningunni með því að sýna bókaskápinn sinn þar. Sendu okkur mynd af bókaskápnum þínum og vertu með! Einnig er hægt að hlaða myndinni beint inn á Facebook-síðu verkefnisins, þar sem myndirnar munu birtast jafnóðum.

30 bókaskápar verða valdir og búin verða til myndbönd þar sem eigandinn segir frá sinni eftirlætisbók auk þess sem sýndar verða ljósmyndir af sem flestum bókaskápanna. Gestir Bókasýningarinnar fá þannig tækifæri til að gægjast inn í stofu til þín og sjá með eigin augum að hér býr bókaþjóð. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust!

Innsent efni verður auk þess aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins, www.sagenhaftes-island.is og á www.facebook.com/sogueyjan-island. Sendu myndina á info@sagenhaftes-island.is eða í pósti á Sagenhaftes Island, Austurstræti 18, 101 Reykjavík.


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir