Komdu með til Frankfurt!

20. janúar, 2011

Íslensk heimilisbókasöfn tekin með á Bókasýninguna. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust.

Íslenska heimilisbókasafnið er að mörgu leyti einstakt fyrirbrigði í heiminum og hefur í gegnum aldirnar gegnt mikilvægu hlutverki í heimilislífi landans. Bækur hafa ekki aðeins verið lesnar til fróðleiks og ánægju heldur hafa þeir einnig verið notaðar sem stofustáss. Fallegar bækur í fallegum bókaskáp hafa löngum þótt mikil heimilisprýði.

Sögueyjan Ísland hvetur fólk til að taka þátt í verkefni um íslensku heimilisbókasöfnin. Verkefnið heitir „Komdu með til Frankfurt“ og verður sýnt í glæsilegum sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október á þessu ári.

heimilisbokasafn1Við ætlum að bjóða gestum Bókasýningarinnar, sem voru um 300 þúsund á síðasta ári, á íslensk bókaheimili – og við ætlum að bjóða sem flestum Íslendingum að taka þátt í Bókasýningunni með því að sýna bókaskápinn sinn þar. Sendu okkur mynd af bókaskápnum þínum og vertu með! Einnig er hægt að hlaða myndinni beint inn á Facebook-síðu verkefnisins, þar sem myndirnar munu birtast jafnóðum.

30 bókaskápar verða valdir og búin verða til myndbönd þar sem eigandinn segir frá sinni eftirlætisbók auk þess sem sýndar verða ljósmyndir af sem flestum bókaskápanna. Gestir Bókasýningarinnar fá þannig tækifæri til að gægjast inn í stofu til þín og sjá með eigin augum að hér býr bókaþjóð. Þrír heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá þeir ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust!

Innsent efni verður auk þess aðgengilegt á heimasíðu verkefnisins, www.sagenhaftes-island.is og á www.facebook.com/sogueyjan-island. Sendu myndina á info@sagenhaftes-island.is eða í pósti á Sagenhaftes Island, Austurstræti 18, 101 Reykjavík.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir