79 af stöðinni í sendiráði Íslands í Berlín

24. janúar, 2011

Húsfyllir á fyrsta bókaupplestri á vegum Sagenhaftes Island í Berlín.


Í sendiráði Íslands í Berlín var í gær lesið upp úr bók Indriða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni, sem þýska forlagið Transit Buchverlag gefur út.

79abstation_479 af stöðinni er fyrsta nýja þýðingin sem kemur út í Þýskalandi á heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt og betri byrjun á heiðursári er erfitt að ímynda sér.

Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Upplestur þýska stórleikarans Joachims Król vakti mikla lukku áheyrenda, sérstaklega túlkun hans á Ragnari og Gógó.(sjá mynd Thomas Böhm og Joachim Król)

Thomas Böhm stýrði umræðum og ræddi meðal annars við Betty Wahl, þýðanda bókarinnar.
Sjá mynd, talið frá vinstri: Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Joachim Król, Betty Wahl, Thomas Böhm, Rainer Nitsche frá Transit Buchverlag

79abstation_3

Á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni má finna upplýsingar um þá upplestra og uppákomur sem framundan eru í Þýskalandi og víðar, og bætast stöðugt nýjar uppákomur þar inn.




Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir