79 af stöðinni í sendiráði Íslands í Berlín

24. janúar, 2011

Húsfyllir á fyrsta bókaupplestri á vegum Sagenhaftes Island í Berlín.


Í sendiráði Íslands í Berlín var í gær lesið upp úr bók Indriða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni, sem þýska forlagið Transit Buchverlag gefur út.

79abstation_479 af stöðinni er fyrsta nýja þýðingin sem kemur út í Þýskalandi á heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt og betri byrjun á heiðursári er erfitt að ímynda sér.

Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Upplestur þýska stórleikarans Joachims Król vakti mikla lukku áheyrenda, sérstaklega túlkun hans á Ragnari og Gógó.(sjá mynd Thomas Böhm og Joachim Król)

Thomas Böhm stýrði umræðum og ræddi meðal annars við Betty Wahl, þýðanda bókarinnar.
Sjá mynd, talið frá vinstri: Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Joachim Król, Betty Wahl, Thomas Böhm, Rainer Nitsche frá Transit Buchverlag

79abstation_3

Á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni má finna upplýsingar um þá upplestra og uppákomur sem framundan eru í Þýskalandi og víðar, og bætast stöðugt nýjar uppákomur þar inn.




Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir