79 af stöðinni í sendiráði Íslands í Berlín

24. janúar, 2011

Húsfyllir á fyrsta bókaupplestri á vegum Sagenhaftes Island í Berlín.


Í sendiráði Íslands í Berlín var í gær lesið upp úr bók Indriða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni, sem þýska forlagið Transit Buchverlag gefur út.

79abstation_479 af stöðinni er fyrsta nýja þýðingin sem kemur út í Þýskalandi á heiðursári Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt og betri byrjun á heiðursári er erfitt að ímynda sér.

Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Upplestur þýska stórleikarans Joachims Król vakti mikla lukku áheyrenda, sérstaklega túlkun hans á Ragnari og Gógó.(sjá mynd Thomas Böhm og Joachim Król)

Thomas Böhm stýrði umræðum og ræddi meðal annars við Betty Wahl, þýðanda bókarinnar.
Sjá mynd, talið frá vinstri: Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, Joachim Król, Betty Wahl, Thomas Böhm, Rainer Nitsche frá Transit Buchverlag

79abstation_3

Á viðburðadagatalinu hér á heimasíðunni má finna upplýsingar um þá upplestra og uppákomur sem framundan eru í Þýskalandi og víðar, og bætast stöðugt nýjar uppákomur þar inn.




Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir