Cintamani á meðal aðalstyrktaraðila

23. febrúar, 2011

Sögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

cintamani_logoSögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Cintamani er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu útivistarfatnaðar og eru vörur þeirra í dreifingu víða um heim, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Cintamani verður sérlegur bakhjarl hönnunarsýningar. Sýningin verður opnuð í Frankfurt í aðdraganda Bókasýningarinnar. Á sýningunni verður einkum lögð áhersla á íslenska fatahönnun.

Sögueyjan Ísland fagnar aðkomu Cintamani að verkefninu og horfir björtum augum til samstarfsins með fyrirtækinu í hinum þýskumælandi heimi.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir