Cintamani á meðal aðalstyrktaraðila

23. febrúar, 2011

Sögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

cintamani_logoSögueyjan Ísland og Cintamani hafa gert með sér samkomulag um að Cintamani verði einn af aðalstyrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Cintamani er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu útivistarfatnaðar og eru vörur þeirra í dreifingu víða um heim, meðal annars í Þýskalandi, Danmörku og Noregi.

Cintamani verður sérlegur bakhjarl hönnunarsýningar. Sýningin verður opnuð í Frankfurt í aðdraganda Bókasýningarinnar. Á sýningunni verður einkum lögð áhersla á íslenska fatahönnun.

Sögueyjan Ísland fagnar aðkomu Cintamani að verkefninu og horfir björtum augum til samstarfsins með fyrirtækinu í hinum þýskumælandi heimi.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir