Thor Vilhjálmsson látinn

2. mars, 2011

Thor Vilhjálmsson rithöfundur er látinn, 85 ára að aldri.

Thor - textiThor Vilhjálmsson rithöfundur lést miðvikudaginn 2. mars, 85 ára að aldri. Hann var afkastamikill rithöfundur og gaf út fyrstu bók sína, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. Thor fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1988 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir.

Jafnframt því að sinna ritstörfum var Thor ötull baráttumaður fyrir tjáningarfrelsi og menningarstarfi á Íslandi. Hann sagðist í viðtali við Sagenhaftes Island skömmu fyrir andlát sitt, vera að vinna að nýju efni. „Það að skrifa er ákveðin þrákelkni,“ sagði Thor, „halda áfram, áfram, áfram.“


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir