Bláa lónið styrkir Sögueyjuna

3. mars, 2011

Bláa lónið styður við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Bláa lónið - ÍslenskaSögueyjan Ísland og Bláa lónið hafa gert með sér samkomulag um að Bláa lónið verði einn af styrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf, og Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, undirrituðu samninginn föstudaginn 25. febrúar.

Grímur sagði það vera bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa lónið að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn frekari áhuga Þjóðverja á landi og þjóð í gegnum bókmenntir sem eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. „Árlega heimsækja rúmlega fjögur hundruð þúsund gestir Bláa lónið sem í dag er einni vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim. Gestir af þýska málsvæðinu eru þar fjölmennur hópur.“

Bláa lónið mun verða hluti af kynningarmynd í sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október. Íslenskar bókmenntir og íslensk náttúra verða í aðalhlutverki í kynningarmyndinni. Halldór sagði það vera sérstaka ánægju fyrir Sögueyjuna að fá svo öflugan bakhjarl og samstarfsaðila í þetta spennandi verkefni sem framundan er.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir