Bláa lónið styrkir Sögueyjuna

3. mars, 2011

Bláa lónið styður við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Bláa lónið - ÍslenskaSögueyjan Ísland og Bláa lónið hafa gert með sér samkomulag um að Bláa lónið verði einn af styrktaraðilum heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins hf, og Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, undirrituðu samninginn föstudaginn 25. febrúar.

Grímur sagði það vera bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa lónið að taka þátt í verkefninu og stuðla þannig að enn frekari áhuga Þjóðverja á landi og þjóð í gegnum bókmenntir sem eru mikilvægur þáttur í menningu okkar Íslendinga. „Árlega heimsækja rúmlega fjögur hundruð þúsund gestir Bláa lónið sem í dag er einni vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna er sækja Ísland heim. Gestir af þýska málsvæðinu eru þar fjölmennur hópur.“

Bláa lónið mun verða hluti af kynningarmynd í sýningarskála Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október. Íslenskar bókmenntir og íslensk náttúra verða í aðalhlutverki í kynningarmyndinni. Halldór sagði það vera sérstaka ánægju fyrir Sögueyjuna að fá svo öflugan bakhjarl og samstarfsaðila í þetta spennandi verkefni sem framundan er.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir