Íslenskar bókmenntir í Basel

4. mars, 2011

Nýlega var haldið bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel. Kynnt voru verk þeirra Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

2. mars síðastliðinn var haldið íslenskt bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel, og var húsfyllir. Í upphafi kvölds minntist Halldór Guðmundsson Thors Vilhjálmssonar en síðan voru kynnt verk höfundanna Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

Skáldsaga Guðrúnar Evu, Skaparinn, er væntanleg á þýsku, en skáldsaga Eiríks Arnar, Eitur fyrir byrjendur, kom nýlega út í Þýskalandi. Höfundar lásu upp og svöruðu fyrirspurnum, og var góður rómur gerður að.

Þessa daga stendur háskólinn í Basel fyrir ráðstefnu um íslenskar bókmenntir eftir kreppu með þátttöku fjölmargra íslenskra fyrirlesara.


Tengt efni:

Bók mánaðarins: Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir