Íslenskar bókmenntir í Basel

4. mars, 2011

Nýlega var haldið bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel. Kynnt voru verk þeirra Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

2. mars síðastliðinn var haldið íslenskt bókmenntakvöld í Literaturhaus Basel, og var húsfyllir. Í upphafi kvölds minntist Halldór Guðmundsson Thors Vilhjálmssonar en síðan voru kynnt verk höfundanna Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Eiríks Arnar Norðdahl.

Skáldsaga Guðrúnar Evu, Skaparinn, er væntanleg á þýsku, en skáldsaga Eiríks Arnar, Eitur fyrir byrjendur, kom nýlega út í Þýskalandi. Höfundar lásu upp og svöruðu fyrirspurnum, og var góður rómur gerður að.

Þessa daga stendur háskólinn í Basel fyrir ráðstefnu um íslenskar bókmenntir eftir kreppu með þátttöku fjölmargra íslenskra fyrirlesara.


Tengt efni:

Bók mánaðarins: Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir