Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar

10. mars, 2011

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Fjöruverðlaunin voru fyrst afhent árið 2007. Tilnefndar eru þrjár bækur í þremur flokkum um sig: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabóka.

Í flokki fagurbóka voru tilnefndar ljóðabækurnar Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju (Forlagið), en hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 fyrir þá bók, og Síðdegi eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur (Forlagið). Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur (Forlagið) hlaut einnig tilnefningu en fyrir hana fékk Kristín á dögunum Menningarverðlaun DV.

Í flokki fræðibóka fengu tilnefndingar bækurnar Konan sem fékk spjót í höfuðið: Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna eftir Kristínu Loftsdóttur (Háskólaútgáfan), Tónlist í leikskóla: Það verður hverjum list sem hann leikur (Forlagið) eftir Sigríði Pálmadóttur og Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (Forlagið) eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Sigrún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína um Þóru.

Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar Íslensk barnaorðabók, sem Ingrid Markan, Laufey Leifsdóttir og Anna Cynthia Leplar tóku saman (Forlagið), Skrímsli á toppnum eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler (Forlagið), og bókin Þankaganga eftir Völu Þórdóttur og Agniezku Nowak (höfundar gáfu út).

Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó sunnudaginn 20. mars næstkomandi.


Allar fréttir

Þýðendurnir Tina Flecken og Tone Myklebost hljóta Orðstírinn 2021 - 13. september, 2021 Fréttir

Viðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi. 

Nánar

Fimm íslenskir höfundar taka þátt í Bókamessunni í Gautaborg - 31. ágúst, 2021 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin í lok septembermánaðar og nú fá höfundar og bókaunnendur tækifæri til að hittast þótt messan verði minni í sniðum en oft áður. 

Nánar

Bókmenntahátíð í Reykjavík handan við hornið - 30. ágúst, 2021 Fréttir

Hátíðin verður haldin dagana 8.-11. september og beðið hefur verið eftir henni með mikilli eftirvæntingu. Von er á fjölda höfunda, en einnig útgefendum og blaðafólki sem koma víðs vegar að til þess að taka þátt.

Nánar

Allar fréttir