Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar

10. mars, 2011

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Fjöruverðlaunin voru fyrst afhent árið 2007. Tilnefndar eru þrjár bækur í þremur flokkum um sig: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabóka.

Í flokki fagurbóka voru tilnefndar ljóðabækurnar Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju (Forlagið), en hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 fyrir þá bók, og Síðdegi eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur (Forlagið). Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur (Forlagið) hlaut einnig tilnefningu en fyrir hana fékk Kristín á dögunum Menningarverðlaun DV.

Í flokki fræðibóka fengu tilnefndingar bækurnar Konan sem fékk spjót í höfuðið: Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna eftir Kristínu Loftsdóttur (Háskólaútgáfan), Tónlist í leikskóla: Það verður hverjum list sem hann leikur (Forlagið) eftir Sigríði Pálmadóttur og Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (Forlagið) eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Sigrún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína um Þóru.

Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar Íslensk barnaorðabók, sem Ingrid Markan, Laufey Leifsdóttir og Anna Cynthia Leplar tóku saman (Forlagið), Skrímsli á toppnum eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler (Forlagið), og bókin Þankaganga eftir Völu Þórdóttur og Agniezku Nowak (höfundar gáfu út).

Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó sunnudaginn 20. mars næstkomandi.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir