Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna kynntar

10. mars, 2011

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu.

27. febrúar síðastliðinn voru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, kynntar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Fjöruverðlaunin voru fyrst afhent árið 2007. Tilnefndar eru þrjár bækur í þremur flokkum um sig: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og flokki barna- og unglingabóka.

Í flokki fagurbóka voru tilnefndar ljóðabækurnar Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju (Forlagið), en hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2010 fyrir þá bók, og Síðdegi eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur (Forlagið). Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur (Forlagið) hlaut einnig tilnefningu en fyrir hana fékk Kristín á dögunum Menningarverðlaun DV.

Í flokki fræðibóka fengu tilnefndingar bækurnar Konan sem fékk spjót í höfuðið: Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna eftir Kristínu Loftsdóttur (Háskólaútgáfan), Tónlist í leikskóla: Það verður hverjum list sem hann leikur (Forlagið) eftir Sigríði Pálmadóttur og Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar (Forlagið) eftir Sigrúnu Pálsdóttur. Sigrún var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína um Þóru.

Í flokki barna- og unglingabóka voru tilnefndar Íslensk barnaorðabók, sem Ingrid Markan, Laufey Leifsdóttir og Anna Cynthia Leplar tóku saman (Forlagið), Skrímsli á toppnum eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler (Forlagið), og bókin Þankaganga eftir Völu Þórdóttur og Agniezku Nowak (höfundar gáfu út).

Fjöruverðlaunin verða afhent í Iðnó sunnudaginn 20. mars næstkomandi.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir