Enginn er (EI)land

10. mars, 2011

Laugardaginn 12. mars opnar ljósmyndasýningin (EI)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Sýningin er samstarfsverkefni fimm íslenskra rithöfunda og fimm pólskra ljósmyndara.

Laugardaginn 12. mars opnar ljósmyndasýningin (EI)land í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Opnun í Hveragerði er kl. 14 og í Gerðubergi kl. 16. Ræðismaður Póllands, Danuta Szostak, opnar sýninguna og munu pólskir og íslenskir tónlistarmenn spila við opnunina.

Sýningin er samstarfsverkefni fimm íslenskra rithöfunda og fimm pólskra ljósmyndara sem ferðuðust vítt og breitt um landið á síðastliðnu ári og leituðust við að fanga einkenni lands og þjóðar í myndum og texta. Að sýningunni standa rithöfundarnir Sindri Freysson, Hermann Stefánsson, Huldar Breiðfjörð, Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir og ljósmyndararnir Adam Pańczuk, Agnieszka Rayss, Jan Brykczyński, Michał Łuczak og Rafał Milach.

Sunnudaginn 13. mars verður sýningarspjall í Gerðubergi kl. 14 og í Listasafni Árnesinga kl. 16. Þar munu Rafal Milach og Huldar Breiðfjörð, Agnieszka Rayss og Sigurbjörg Þrastardóttir og Jan Brykczyński og Kristín Heiða Kristinsdóttir segja gestum frá ferðum sínum um landið.

ei(land)Hluti sýningarinnar hlaut nýverið önnur verðlaun fyrir myndröð ársins í ljósmyndasamkeppninni Picture of the Year International. Myndröðin ber heitið „Hidden People“ og er afrakstur samvinnu ljósmyndarans Adam Pańczuk og rithöfundarins Sindra Freyssonar þar sem þeir kryfja átrúnað Íslendinga á huldufólk. Samkeppnin nýtur mikillar virðingar en í dómnefnd hennar sitja m.a. listrænn stjórnandi National Geographic og myndaritstjórar Chicago Tribune og Sports Illustrated.

Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Póllands og EES / EFTA ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs og ber enska heitið IS(not). Í apríl mun sýningin ferðast til Póllands þar sem hún verður opnuð í  Bielsko-Biala og í Varsjá í júní. Auk sýninganna hefur verið gefin út bók og margmiðlunarefni. Sýningarstjóri og ritstjóri bókarinnar er Andrzej Kramarz. Marzena Michalek er verkefnisstjóri.

Frekari upplýsingar um (EI)land má finna á á heimasíðu verkefnisins.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir