Fjöruverðlaunin

23. mars, 2011

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í fimmta sinn þann 20. mars í Iðnó. Um hundrað gestir sóttu hátíðina í þetta skiptið.

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í fimmta sinn þann 20. mars í Iðnó. Skáldsagan Ljósa (Forlagið) eftir Kristínu Steinsdóttur hlaut þar verðlaun í flokki skáldverka . Í flokki barnabóka fengu þær Agniezka Nowak og Vala Þórsdóttir verðlaun fyrir bókina Þankaganga / Myślobieg (höfundar gáfu út) og bók Kristín Loftsdóttur Konan sem fékk spjót í höfuðið (Háskólaútgáfan) var verðlaunuð í flokki fræðirita.

Þetta er í annað skiptið sem Kristín Steinsdóttir fær verðlaunin en bók hennar Á eigin vegum vann til þeirra árið 2007. Í rökstuðningi dómnefndarinnar sagði að texti bókarinnar væri hæglátur og léti lítið yfir sér en hann bæri augljós merki þess að Kristín hefði „meistaraleg tök á fléttu og sjónarhorni.“ Barnabókin Þankaganga / Myślobieg er fyrsta bókin sem er skrifuð á bæði íslensku og pólsku. Í þessari fjörlegu sögu er greint frá fjölskyldulífi pólsk-íslenskrar stúlku og þótti dómnefndinni hún auka við fjölbreytni í íslenskri barnabókaútgáfu auk þess að vera „bráðskemmtileg og falleg bæði hvað varðar útlit og innihald.“ Í fræðibókinni Konan sem fékk spjót í höfuðið eru hugtök og kenningar mannfræðinnar sett fram á aðgengilegan hátt með skírskotunum til persónulegrar reynslu höfundarins af vettvangi. Í rökstuðningi dómnefndarinnar var bent á að bókin höfði til breiðs hóps og að lesandinn njóti „frásagnar Kristínar án þess að þurfa að vera heima í fræðunum.“

Það er Góuhópurinn, grasrótarhópur kvenna sem vinnur að því að styrkja stöðu og viðurkenningu íslenskra kvenrithöfunda, sem stendur að verðlaununum. Um hundrað gestir sóttu hátíðina í þetta skiptið en auk verðlaunaafhendingarinnar voru flutt erindi um skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir