Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum

24. mars, 2011

Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

das-gleissen-der-nachtRökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Í sunnudagsblaði Frankurter Allgemeine, einu helsta dagblaði Þýskalands, sagði Tilman Spreckelsen gagnrýnandi að „ef Rökkurbýsnir eftir Sjón gefur rétta mynd af íslenskum bókmenntum eigum við sannarlega von á veislu í haust þegar Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt.“

Í umfjöllun um bók vikunnar á svissnesku útvarpsstöðinni DRS 2 lofaði svissneski verðlaunarithöfundurinn Melinda Nadj Abonji Rökkurbýsnir með þessum orðum:

„Rökkurbýsnir eftir Sjón er blanda af goðsögu og skáldsögu og stíll höfundarins er bæði raunsær og töfrum þrunginn og í textanum má greina áhrif framúrstefnunnar í Evrópu. Sú mynd sem Sjón dregur upp af heimalandi sínu Íslandi er bæði frumleg og áhrifarík.“

Sögueyjan ræddi nýlega við Sjón um bókina. Viðtalið má nálgast hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir