Þýskir gagnrýnendur hrífast af Rökkurbýsnum

24. mars, 2011

Rökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

das-gleissen-der-nachtRökkurbýsnir eftir Sjón kom á dögunum út hjá S. Fischer Verlag í Þýskalandi undir nafninu Das Gleissen der Nacht. Bókin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.

Í sunnudagsblaði Frankurter Allgemeine, einu helsta dagblaði Þýskalands, sagði Tilman Spreckelsen gagnrýnandi að „ef Rökkurbýsnir eftir Sjón gefur rétta mynd af íslenskum bókmenntum eigum við sannarlega von á veislu í haust þegar Ísland verður heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt.“

Í umfjöllun um bók vikunnar á svissnesku útvarpsstöðinni DRS 2 lofaði svissneski verðlaunarithöfundurinn Melinda Nadj Abonji Rökkurbýsnir með þessum orðum:

„Rökkurbýsnir eftir Sjón er blanda af goðsögu og skáldsögu og stíll höfundarins er bæði raunsær og töfrum þrunginn og í textanum má greina áhrif framúrstefnunnar í Evrópu. Sú mynd sem Sjón dregur upp af heimalandi sínu Íslandi er bæði frumleg og áhrifarík.“

Sögueyjan ræddi nýlega við Sjón um bókina. Viðtalið má nálgast hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir