Öll verk Laxness á þýsku

30. mars, 2011

16 bækur eftir Halldór Laxness gefnar út í Þýskalandi í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. Ný kynslóð Þjóðverja kynnist Nóbelsskáldinu.

laxness-frett(crop)

Bókaútgáfan Steidl Verlag í Þýskalandi ætlar að gefa út 16 bækur eftir Halldór Laxness í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. „Þetta þýðir að á þessu ári verða allar bækur Halldórs Laxness fáanlegar á þýsku,“ segir Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins. „Í Þýskalandi, og auðvitað víðar í heiminum, flokkast Laxness undir klassískar bókmenntir og verk hans eru talin með því besta sem hægt er að lesa. Bækur Halldórs hafa verið þýddar á yfir fjóra tugi tungumála og gefnar út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim.“

Það má segja að það hafi orðið ákveðin kynslóðaskipti þegar kemur að lesendum Halldórs Laxness í Þýskalandi. Eldra fólk þekkir meira til hans en það yngra. „Við þessu ætlar Steidl Verlag að bregðast, því það eru auðvitað allir svo hrifnir af þessum frábæra höfundi! Þannig verður bókakápum á verkum Laxness breytt til þess að færa þær nær yngri kynslóðum.“

Myndband um útgáfur verka Halldórs Laxness í Þýskalandi er væntanlegt inn á vef Sögueyjunnar í lok næstu viku. Þar verður líka rætt við Sólveigu Einarsdóttur kennara í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem fór í vikunni með hóp nemenda í Hús skáldsins Gljúfrastein, heimili hans í Mosfellsdal. „Halldór býr til ákveðna brú fyrir okkur nútímafólk aftur í tímann,“ segir Sólveig. „Persónurnar í sögunum hans eru líka svo mannlegar, við tengjum öll við sálarstríð þeirra á einn eða annan hátt. Það er ákveðinn strengur í okkur öllum sem Halldór hittir á.“


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir