Öll verk Laxness á þýsku

30. mars, 2011

16 bækur eftir Halldór Laxness gefnar út í Þýskalandi í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. Ný kynslóð Þjóðverja kynnist Nóbelsskáldinu.

laxness-frett(crop)

Bókaútgáfan Steidl Verlag í Þýskalandi ætlar að gefa út 16 bækur eftir Halldór Laxness í tilefni Bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. „Þetta þýðir að á þessu ári verða allar bækur Halldórs Laxness fáanlegar á þýsku,“ segir Valgerður Benediktsdóttir hjá réttindastofu Forlagsins. „Í Þýskalandi, og auðvitað víðar í heiminum, flokkast Laxness undir klassískar bókmenntir og verk hans eru talin með því besta sem hægt er að lesa. Bækur Halldórs hafa verið þýddar á yfir fjóra tugi tungumála og gefnar út í á sjötta hundrað útgáfum um allan heim.“

Það má segja að það hafi orðið ákveðin kynslóðaskipti þegar kemur að lesendum Halldórs Laxness í Þýskalandi. Eldra fólk þekkir meira til hans en það yngra. „Við þessu ætlar Steidl Verlag að bregðast, því það eru auðvitað allir svo hrifnir af þessum frábæra höfundi! Þannig verður bókakápum á verkum Laxness breytt til þess að færa þær nær yngri kynslóðum.“

Myndband um útgáfur verka Halldórs Laxness í Þýskalandi er væntanlegt inn á vef Sögueyjunnar í lok næstu viku. Þar verður líka rætt við Sólveigu Einarsdóttur kennara í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem fór í vikunni með hóp nemenda í Hús skáldsins Gljúfrastein, heimili hans í Mosfellsdal. „Halldór býr til ákveðna brú fyrir okkur nútímafólk aftur í tímann,“ segir Sólveig. „Persónurnar í sögunum hans eru líka svo mannlegar, við tengjum öll við sálarstríð þeirra á einn eða annan hátt. Það er ákveðinn strengur í okkur öllum sem Halldór hittir á.“


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir