Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

12. apríl, 2011

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Gyrðir ElíassonGyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að bókin sé „stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar.“ Auk Gyrðis var Ísak Harðarson tilnefndur fyrir hönd Íslands, en alls voru 13 norrænir rithöfundar tilnefndir. Gyrðir er sjöundi íslenski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin, síðast hlaut Sjón þau árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fagna nú hálfrar aldar afmæli sínu, en svo skemmtilega vill til að Gyrðir varð sjálfur fimmtugur 4. apríl síðastliðinn. Hann mun taka við verðlaununum á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Tengt efni:

Höfundur mánaðarins: Viðtal við Gyrði Elíasson.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir