Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

12. apríl, 2011

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Gyrðir ElíassonGyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að bókin sé „stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar.“ Auk Gyrðis var Ísak Harðarson tilnefndur fyrir hönd Íslands, en alls voru 13 norrænir rithöfundar tilnefndir. Gyrðir er sjöundi íslenski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin, síðast hlaut Sjón þau árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fagna nú hálfrar aldar afmæli sínu, en svo skemmtilega vill til að Gyrðir varð sjálfur fimmtugur 4. apríl síðastliðinn. Hann mun taka við verðlaununum á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Tengt efni:

Höfundur mánaðarins: Viðtal við Gyrði Elíasson.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir