Gyrðir fær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

12. apríl, 2011

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Gyrðir ElíassonGyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Verðlaunin voru tilkynnt í Ósló fyrir skömmu.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að bókin sé „stílhreint og framúrskarandi skáldverk sem lýsir innri og ytri átökum og er í samræðu við heimsbókmenntirnar.“ Auk Gyrðis var Ísak Harðarson tilnefndur fyrir hönd Íslands, en alls voru 13 norrænir rithöfundar tilnefndir. Gyrðir er sjöundi íslenski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin, síðast hlaut Sjón þau árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fagna nú hálfrar aldar afmæli sínu, en svo skemmtilega vill til að Gyrðir varð sjálfur fimmtugur 4. apríl síðastliðinn. Hann mun taka við verðlaununum á Norðurlandaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Tengt efni:

Höfundur mánaðarins: Viðtal við Gyrði Elíasson.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir