Gluggi til Færeyja

19. apríl, 2011

Sögueyjan Ísland hefur, í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur og með stuðningi færeyska menntamálaráðuneytisins, ákveðið að opna á vefsíðunni glugga til færeyskra bókmennta.

GluggiTilFaereyjaSögueyjan Ísland hefur, í samvinnu við færeyska rithöfunda og útgefendur og með stuðningi færeyska menntamálaráðuneytisins, opnað á vefsíðunni glugga til færeyskra bókmennta. 

Valin hafa verið tíu verk eftir færeyska nútímahöfunda og gert um þau kynningarefni ekki ólíkt þeim sem Sögueyjan hefur notað til að kynna íslenskar bókmenntir í tilefni af því að Ísland er heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt í haust. 

Kynningarefnið er á þýsku og má sjá það hér. Jafnframt mun starfsfólk Sögueyjunnar vera Færeyingum til ráðuneytis um kynningar þessara verka fyrir þýskum útgefendum, og Færeyingar og Íslendingar stefna að því að vera hlið við hlið með bása sína í Frankfurt í haust, til að leggja áherslu á langvarandi vináttu þessara þjóða.

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir