Afleggjarinn verðlaunaður

16. maí, 2011

Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.

Rosa Candida

Skáldsagan Afleggjarinn, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, hlaut nýlega kanadísku bókmenntaverðlaunin Prix des libraires du Québec sem besta erlenda skáldsagan.

Verðlaunin eru veitt árlega af bóksölum í Québec í tengslum við alþjóðlega bókmenntahátíð þar í borg. Meðal annarra tilnefndra höfunda voru bókmenntastjörnurnar Sofi Oksanen, Henning Mankell og Michel Houellebecq. Fyrri verðlaunahafar Prix des libraries du Quebec eru heldur ekki af verri sortinni, má þar nefna Cormac McCarthy, Khaled Hosseini og Siri Hustvedt.

Það er frönsk þýðing bókarinnarsem hlýtur verðlaunin, en hún kom út á síðasta ári og hefur notið umtalsverðrar velgengni í Frakklandi. Afleggjarinn hlaut bókmenntaverðlaunin Prix de Page sem besta evrópska skáldsagan í Frakklandi 2010 og gagnrýnendur kölluðu hana „Bókmenntauppgötvun ársins.“

Bókin er væntanleg á ensku og þýsku á þessu ári, á vegum Amazon Crossing og Suhrkamp. Í haust er von á nýrri bók og leikriti frá Auði.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir