Steinunn Sigurðardóttir á frönsku

16. maí, 2011

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Steinunn SigurðardóttirSteinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi: ljóðabókin Ástarljóð af landi, skáldsagan Hundrað dyr í golunni, og auk þess var skáldsagan Sólskinshesturinn endurútgefinn í kilju í tilefni af Bókasýningunni í París í mars. Régis Boyer, einn helsti sérfræðingur Frakka um norrænar bókmenntir, þýðir Ástarljóð af landi og skrifar formála, en Catherine Eyjólfsson þýðir bæði Hundrað dyr í golunni og Sólskinshest.

Steinunn stendur styrkum fótum í franska bókmenntaheiminum, og hefur gert alla tíð síðan Tímaþjófurinn kom út í Frakklandi við góðar undirtektir. Árið 1998 var gerð frönsk kvikmynd eftir bókinni með þeim Emmanuelle Béart og Sandrinne Bonnaire í aðalhlutverkum. Nú í mars birti svo dagblaðið Le Monde í bókablaði sínu yfirlit yfir fimmtán stærstu nöfnin í norrænum bókmenntum fyrr og síðar. Þar komust þrír íslenskir höfundar á blað, og var Steinunn einn þeirra, en hinir tveir voru Halldór Laxness og Sjón.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir