Steinunn Sigurðardóttir á frönsku

16. maí, 2011

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Steinunn SigurðardóttirSteinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi: ljóðabókin Ástarljóð af landi, skáldsagan Hundrað dyr í golunni, og auk þess var skáldsagan Sólskinshesturinn endurútgefinn í kilju í tilefni af Bókasýningunni í París í mars. Régis Boyer, einn helsti sérfræðingur Frakka um norrænar bókmenntir, þýðir Ástarljóð af landi og skrifar formála, en Catherine Eyjólfsson þýðir bæði Hundrað dyr í golunni og Sólskinshest.

Steinunn stendur styrkum fótum í franska bókmenntaheiminum, og hefur gert alla tíð síðan Tímaþjófurinn kom út í Frakklandi við góðar undirtektir. Árið 1998 var gerð frönsk kvikmynd eftir bókinni með þeim Emmanuelle Béart og Sandrinne Bonnaire í aðalhlutverkum. Nú í mars birti svo dagblaðið Le Monde í bókablaði sínu yfirlit yfir fimmtán stærstu nöfnin í norrænum bókmenntum fyrr og síðar. Þar komust þrír íslenskir höfundar á blað, og var Steinunn einn þeirra, en hinir tveir voru Halldór Laxness og Sjón.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir