Steinunn Sigurðardóttir á frönsku

16. maí, 2011

Steinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi.

Steinunn SigurðardóttirSteinunn Sigurðardóttir er með mörg járn í eldinum í Frakklandi þessa dagana, en árið 2011 koma út hjá henni þrjár bækur þar í landi: ljóðabókin Ástarljóð af landi, skáldsagan Hundrað dyr í golunni, og auk þess var skáldsagan Sólskinshesturinn endurútgefinn í kilju í tilefni af Bókasýningunni í París í mars. Régis Boyer, einn helsti sérfræðingur Frakka um norrænar bókmenntir, þýðir Ástarljóð af landi og skrifar formála, en Catherine Eyjólfsson þýðir bæði Hundrað dyr í golunni og Sólskinshest.

Steinunn stendur styrkum fótum í franska bókmenntaheiminum, og hefur gert alla tíð síðan Tímaþjófurinn kom út í Frakklandi við góðar undirtektir. Árið 1998 var gerð frönsk kvikmynd eftir bókinni með þeim Emmanuelle Béart og Sandrinne Bonnaire í aðalhlutverkum. Nú í mars birti svo dagblaðið Le Monde í bókablaði sínu yfirlit yfir fimmtán stærstu nöfnin í norrænum bókmenntum fyrr og síðar. Þar komust þrír íslenskir höfundar á blað, og var Steinunn einn þeirra, en hinir tveir voru Halldór Laxness og Sjón.

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir