Listin borin alla leið

19. maí, 2011

Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.

Sponsor.IcelandairCargoIcelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust en í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október eru fyrirhugaðar fjölmargar sýningar.

Í september opnar sýningin Crepusculum í Schirn listasafninu í Frankfurt en hana hefur myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir gert utan um handrit Íslendingasagna. Í október opnar í sama safni sýning á Skrímslamyndsyrpu Errós. Þá eru fjölmargar aðrar sýningar fyrirhugaðar, svo sem ljósmyndasýning átta íslenskra ljósmyndara, hönnunarsýning og sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar svo fátt eitt sé nefnt.

Það er ljóst að stuðningur Icelandair Cargo við flutning listaverka til Frankfurt í haust kemur sér afar vel fyrir Sögueyjuna og fagna forsvarsmenn Sögueyjunnar og Icelandair Cargo samstarfinu.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir