Listin borin alla leið

19. maí, 2011

Icelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust.

Sponsor.IcelandairCargoIcelandair Cargo hefur gengið til liðs við Sögueyjuna og gerst einn af styrktaraðilum verkefnisins. Icelandair Cargo mun sjá um flutning á listaverkum fyrir Sögueyjuna í haust en í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í október eru fyrirhugaðar fjölmargar sýningar.

Í september opnar sýningin Crepusculum í Schirn listasafninu í Frankfurt en hana hefur myndlistarmaðurinn Gabríela Friðriksdóttir gert utan um handrit Íslendingasagna. Í október opnar í sama safni sýning á Skrímslamyndsyrpu Errós. Þá eru fjölmargar aðrar sýningar fyrirhugaðar, svo sem ljósmyndasýning átta íslenskra ljósmyndara, hönnunarsýning og sýning á verkum Ragnars Kjartanssonar svo fátt eitt sé nefnt.

Það er ljóst að stuðningur Icelandair Cargo við flutning listaverka til Frankfurt í haust kemur sér afar vel fyrir Sögueyjuna og fagna forsvarsmenn Sögueyjunnar og Icelandair Cargo samstarfinu.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir