Nýr íslenskur kvikmyndavefur

19. maí, 2011

Nýr íslenskur vefur, Icelandic Cinema Online, opnar formlega 23.maí. Hann leggur áherslu á fjölbreytt íslenskt kvikmyndaefni, bíómyndir, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og stuttmyndir.

Nýr íslenskur vefur, Icelandic Cinema Online, opnar formlega 23.maí. Hann leggur áherslu á fjölbreytt íslenskt kvikmyndaefni: bíómyndir, heimildarmyndir, sjónvarpsþætti og stuttmyndir.


Icelandic Cinema Online


„Vefurinn fer af stað með um 40 titla,“ segir Sunna Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Cinema Online. „Myndirnar eru með enskum texta til að byrja með, en við stefnum að því að vera með textun á fleiri tungumálum. Við bætum svo við nýju efni í hverri viku, enda erum við þess fullviss að það sé mikil eftirspurn eftir íslenskum kvikmyndum á netinu. Markmiðið með vefnum er líka að skapa vettvang fyrir íslenska framleiðendur og kvikmyndagerðarmenn til að koma verkum sínum á framfæri. Hraðari nettengingar og tækninýjungar gera það að verkum að auðvelt er að njóta kvikmyndaefnis á netinu, hvar sem er í heiminum. Það er af nógu að taka þegar kemur að íslenskum kvikmyndum og það eru margar íslenskar myndir sem hafa verið ófáanlegar í langan tíma. Við ætlum að gera okkar besta til að grafa þessar myndir upp og setja á vefinn.“


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir