Ísland í Leipzig

Sagenhaftes Island kynnt á Bókasýningunni í Leipzig 12. – 15. mars 2009

27. mars, 2009

Sögueyjan Ísland kynnt á Bókasýningunni í Leipzig. Halldór Laxness, Grim, Egill Skallagrímsson og Miðgarðsormurinn

laxnessmitmessemannchenVíkingurinn og skáldið Egill Skallagrímsson (910-990) berst fyrir......
Grim Hallgríms Helgasonar, opnar gátt fyrir....
Nóbelsverðlaunahafinn Halldór Laxness (1902-1998) gleðst yfir.....
Miðgarðsormurinn umvefur heiminn fyrir .........
Fyrir hvern? Fyrir Sögueyjuna Ísland en verkefnið var kynnt á bókasýningunni í Leipzig í samstarfi við Sendiráð Íslands í Berlín.

Bókasýningin í Leipzig er sú næst stærsta á þýska málsvæðinu, á eftir Frankfurt, og mjög vinsæl meðal þýskra bóklesenda. Norrænu sendiráðin í Berlín, í samvinnu við bókmenntakynningarstofur viðkomandi landa,  deildu sýningarbás á sýningunni en þar var meðal annars íslenskum samtímabókmenntum gert hátt undir höfði.

Aðsóknarmet var slegið á sýninguna en 147 þúsund gestir sóttu hana í þá fjóra daga sem hún stóð yfir. Mikill fjöldi gesta heimsótti norræna básinn og var aðsóknin sérstaklega mikil þegar rithöfundar lásu úr verkum sínum. Meðal þeirra var Steinunn Sigurðardóttir sem las úr bók sinni Sólskinshesturinn. Í gagnrýni um bókina sem birtist nýverið segir „í þessari látlausu bók upp á 173 blaðsíður er meira efni en aðrir höfundar geta komið frá sér í þremur bókum“. Enn fremur las Þórarinn Leifsson rithöfundur úr bók sinni Leyndarmálið hans pabba en bókin er að koma út í Þýskalandi um þessar mundir undir nafninu Papas Geheimnis. Sagan segir frá systkinum sem eiga við grafalvarlegt foreldravandamál að stríða og til þess að bjarga mannslífum þurfa þau að finna leið til að leysa það í eitt skipti fyrir öll.

Kynningin „Lange Nacht der nordische Literatur“ sem haldin var á föstudagskvöldinu vakti mikla lukku en þar kynnti, auk Steinunnar og Þórarins, Auður Jónsdóttir bók sína Vetrarsól  sem kemur út í Þýskalandi á næsta ári undir nafninu Wintersonne.

Bókamerki prýdd þeim Agli Skallagrímssyni, Grim, Halldóri Laxness og Miðgarðsorminum var dreift til gesta á bókasýningunni. Bókamerkin hvetja gesti til að skoða heimasíðu verkefnisins á www.sagenhaftes-island.is.

Bókamerkin höfðu víða áhrif:

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir