„Bændur flugust á“ á Listahátíð

25. maí, 2011

Ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningin „Bændur flugust á“ á Listahátíð í Reykjavík. Sex listamenn velta fyrir sér sagnaarfinum og þjóðardrambi Íslendinga í Tjarnarbíói.

Eru Íslendingasögurnar heimild um stórmennsku Íslendinga á miðöldum eða voru þær Eurovision-framlag síns tíma? Hafa útlendingar einhvern áhuga á Íslendingasögum eða þarf að tjúna sögurnar upp með álfum og einhyrningum til að þær passi inn í þá ímynd sem þeir hafa af Íslandi?

Bændur flugust á - ListahátíðÞessu, og ýmsu öðru, sem varðar sagnaarfinn og þjóðardramb Íslendinga, velta sex listamenn fyrir sér í ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistarsýningunni „Bændur flugust á“, sunnudaginn 29. maí kl. 20 í Tjarnarbíói.

Frá Þýskalandi koma Nora Gomringar, Finn-Ole Heinrich og Hannes Wittmer sem er einnig þekktur sem Spaceman Spiff, en fulltrúar Íslands eru þau Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson og Ugla Egilsdóttir. Um tónlist og grafíkvinnslu sér þýski skífuþeytirinn Dj Kermit.

Í haust mun þessi sýning verða sett upp víðsvegar um Þýskaland í aðdraganda heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Miðar fást á midi.is.



Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir