Íslenskar bókmenntir í Peking

26. maí, 2011

Íslenskar bókmenntir voru í fyrirrúmi á fundi með Pekingháskóla þar sem heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var kynnt.

Þann 13. maí síðastliðinn átti Kristín A. Árnadóttir sendiherra í Kína fund með fulltrúum Pekingháskóla ásamt Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi og rithöfundi, en hann var sérstakur gestur þar. Tilgangur fundarins var að kynna heiðursþátttöku sögueyjunnar Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt, hátíðahöld í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar og mögulegt samstarf í samhengi beggja þessara tilefna. Sérstaklega var rætt um mögulega sýningu í tengslum við þessa viðburði sem sett yrði upp í Pekingháskóla.

Pekingháskóli hefur löngum verið miðstöð í menningarsamstarfi þjóðanna en þar hafa margir íslenskir námsmenn lært kínverskt mál og málþing og fundir verið haldnir um íslenskar bókmenntir. Fulltrúar skólans, prófessorar í samanburðarbókmenntum og þjóðbókmenntum, töluðu af þekkingu um íslenska sögu og voru hugmyndir um samstarf á sérstökum menningarviðburðum skólans reifaðar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir