Íslenskar bókmenntir í Peking

26. maí, 2011

Íslenskar bókmenntir voru í fyrirrúmi á fundi með Pekingháskóla þar sem heiðursþátttaka Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt var kynnt.

Þann 13. maí síðastliðinn átti Kristín A. Árnadóttir sendiherra í Kína fund með fulltrúum Pekingháskóla ásamt Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi og rithöfundi, en hann var sérstakur gestur þar. Tilgangur fundarins var að kynna heiðursþátttöku sögueyjunnar Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt, hátíðahöld í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar og mögulegt samstarf í samhengi beggja þessara tilefna. Sérstaklega var rætt um mögulega sýningu í tengslum við þessa viðburði sem sett yrði upp í Pekingháskóla.

Pekingháskóli hefur löngum verið miðstöð í menningarsamstarfi þjóðanna en þar hafa margir íslenskir námsmenn lært kínverskt mál og málþing og fundir verið haldnir um íslenskar bókmenntir. Fulltrúar skólans, prófessorar í samanburðarbókmenntum og þjóðbókmenntum, töluðu af þekkingu um íslenska sögu og voru hugmyndir um samstarf á sérstökum menningarviðburðum skólans reifaðar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir