Dagur íslenskrar ljóðlistar

8. júní, 2011

8. júní var haldinn

Dagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld munu lesa víða.

8. júní var haldinnDagur íslenskrar ljóðlistar“ í tíu bókmenntahúsum í Þýskalandi, Austurríki og í Sviss með fjölbreyttri dagskrá þar sem íslensk skáld lásu upp víða.

Gestir bókmenntahúsanna fengu þennan dag að gjöf safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku, Isländische Lyrik, sem þýska bókaforlagið Insel Verlag gefur út í lok júlí. Í ritinu er íslenskri ljóðlist gerð skil í allri sinni breidd, frá elstu kvæðum miðalda til samtímaljóðlistar, í einni bók í fyrsta sinn á þýsku.

Sögueyjan Ísland fékk til liðs við sig nemendur við Listaháskóla Íslands sem gerðu myndbönd við valin ljóð úr safnritinu.



Ljóðamyndböndin voru sýnd í anddyri Literaturhaus Frankfurt á „Degi íslenskrar ljóðlistar“ og voru auk þess sýnd á þýsk-frönsku menningarsjónvarpsstöðinni ARTE. Myndböndin má nálgast á heimasíðu stöðvarinnar.

„Dagur íslenskrar ljóðlistar“ er samstarfsverkefni Sögueyjunnar og þýskumælandi bókmenntahúsa. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér (á þýsku).


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir