Íslensk barnabókahátíð í Köln

17. júní, 2011

Þann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum borgarinnar næstu tvær vikurnar.

kinderwocheKolnÞann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Hátíðin stendur yfir til 3. júlí og munu sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum í Köln næstu tvær vikurnar.

Auk upplestranna fara fram sýningar á íslenskum barnakvikmyndum og sýning um lífshlaup og verk rithöfundarins Jón „Nonna“ Sveinsson opnuð. Brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik mun að auki setja á svið brúðusýningu byggða á íslensku þjóðsögunni um Gilitrutt.

Hátíðin var opnuð í Domforum í Köln þar sem Gert Kreutzer, prófessor í norrænum fræðum, og rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir opnuðu sýninguna um Jón „Nonna“ Sveinsson. Þar fór svo fram sýning á kvikmyndinni Nonni og Manni síðar um kvöldið.

Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér (á þýsku).




Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir