Íslensk barnabókahátíð í Köln

17. júní, 2011

Þann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum borgarinnar næstu tvær vikurnar.

kinderwocheKolnÞann 18. júní hófst íslensk barna- og unglingabókahátíð í Köln, Þýskalandi. Hátíðin stendur yfir til 3. júlí og munu sex íslenskir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og spjalla við börn og unglinga í fleiri en 30 skólum og bókasöfnum í Köln næstu tvær vikurnar.

Auk upplestranna fara fram sýningar á íslenskum barnakvikmyndum og sýning um lífshlaup og verk rithöfundarins Jón „Nonna“ Sveinsson opnuð. Brúðuleikhúsmaðurinn Bernd Ogrodnik mun að auki setja á svið brúðusýningu byggða á íslensku þjóðsögunni um Gilitrutt.

Hátíðin var opnuð í Domforum í Köln þar sem Gert Kreutzer, prófessor í norrænum fræðum, og rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir opnuðu sýninguna um Jón „Nonna“ Sveinsson. Þar fór svo fram sýning á kvikmyndinni Nonni og Manni síðar um kvöldið.

Frekari upplýsingar um hátíðina má nálgast hér (á þýsku).




Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir