Sögueyjan og Actavis gera samstarfssamning

23. júní, 2011

Á fundi með fulltrúum fjölmiðla í morgun var kynntur umfangsmikill samstarfssamningur Sögueyjunnar og Actavis.

Ljósmynd: Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, ásamt Claudio Albrecht, aðalforstjóra Actavis.


Á fundi með fulltrúum fjölmiðla í morgun kynntu Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar, sem heldur utan um heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust, og Claudio Albrecht, aðalforstjóri Actavis, umfangsmikinn samstarfssamning.

Samningurinn felur í sér tugmilljóna stuðning Actavis við Sögueyjuna og þau verkefni sem Sögueyjan stendur að í Þýskalandi. Skýrði Halldór Guðmundsson frá því að Actavis hefði gengið til liðs við Sögueyjuna þegar fyrir ári síðan en hefði ákveðið að auka stuðning sinn enn frekar á þessu ári. Sá stuðningur kæmi sér afar vel vegna þeirra góðu undirtekta sem Ísland hefur fengið sem heiðursgestur Bókasýningarinnar: yfir 180 íslenskar bækur og bækur um Ísland eru væntanlegar á þýskum bókamarkaði á þessu ári, auk þess sem haldnar verða einar átta íslenskar listsýningar í virtustu söfnum Frankfurt-borgar í haust. Ennfremur mun samningurinn gera Sögueyjunni kleift að auglýsa dagskrá sína með áberandi hætti á sýningarsvæðinu og í Frankfurt-borg, og er sá stuðningur verkefninu afar dýrmætur.

Claudio Albrecht benti á að Actavis hefði lagt mikla rækt við hinar íslensku rætur fyrirtækisins á því ári sem hann hefði gegnt starfi aðalforstjóra. Fjárhagsleg endurskipulagning hefði gengið vel og fyrirtækið aukið umsvif sín á Íslandi og skapað hér yfir eitt hundrað ný störf. Það tæki áfram öflugan þátt í evrópska forvarnarverkefninu gegn fíkniefnamisnotkun ungmenna, en forseti Íslands er verndari þess. Þegar nýjar aðalstöðvar Actavis í Sviss voru vígðar í maí blöstu við tengingar við íslenskar bókmenntir og hafði meðal annars verið sett upp sýning um íslenska samtímahöfunda. Sú sýning var unnin í samvinnu við Sögueyjuna, og sagði Albrecht að það væri fyrirtækinu sérstakt ánægjuefni að leggja þessu mesta útflutningsverkefni íslenskrar menningar lið. Actavis myndi áfram tengja sig við Ísland og íslenska menningu og leggja sig fram um að vera verðugur sendiherra Íslands í þessum efnum á erlendri grund. Bókasýningin í Frankfurt byði upp á einstakt tækifæri til þess.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir