Á Njáluslóð

29. júní, 2011

Ferðaskrifstofan Riding Iceland skipuleggur hestaferðir um söguslóðir Njálu. „Öll okkar sem vorum í þessari ferð eigum eftir að lesa söguna allt öðruvísi héðan í frá,“ segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur og fararstjóri.

RidingIceland-Njala„Öll okkar sem vorum í þessari ferð eigum eftir að lesa söguna allt öðruvísi héðan í frá,“ segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Hann var einn fararstjóra í hestaferð um söguslóðir Njálu, sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Riding Iceland. „Hugmyndin er að tengja saman fólk sem hefur áhuga á hestamennsku og Íslendingasögunum. Þeir sem fara akandi á söguslóðir eru bundnir bílveginum. Á hestbaki setur maður sig frekar í spor sögupersónanna í Njálu, eða öllu heldur þær aðstæður sem höfundur bókarinnar setti sínar persónur í. Það eru til að mynda mörg mannvíg í Njálu sem gerast við Rangá. Það var mjög forvitnilegt að komast á milli þessara staða á hestbaki, upp að Keldum og upp að Gunnarssteini. Hugmynd manns um tengsl landafræðinnar og bókmenntanna gjörbreytist.“

„Í ferðinni áttaði maður sig á því að Njála er ekki bara bókmenntaverk, sem var mjög áhugavert. Hún er um sögupersónur í mjög raunverulegu landslagi,“ segir Tim Machan prófessor í enskum bókmenntum við Marquette háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum. „Ferðin gekk vel. Veðrið var ágætt og við fórum á nokkra af lykilstöðum Njálu: Hlíðarenda, Gunnarshólma og lukum ferðinni á Bergþórshvoli. Það gefur manni líka sérstaka tilfinningu fyrir verkinu að fara um staðina á hestbaki. Hlíðarendi er til að mynda langt frá Bergþórshvoli. Gunnar og Njáll voru bestu vinir, samt sem áður eru einir 20 kílómetrar á milli þessara staða!“

Hvar stendur Njála að þínu mati í bókmenntasögu heimsins?

„Við ræddum mikið um þetta atriði á ferðalaginu. Ég er þeirrar skoðunar að Njála er ekki eins þekkt bókmenntaverk og hún ætti að vera. Þetta er stórbrotið skáldverk. Sá sem skrifaði Njálu skapaði ekki síðri persónur en Shakespeare í sínum verkum.“

Frekari upplýsingar um hestaferðirnar á Njáluslóð má nálgast hér.


Ljósmynd: Riding Iceland


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir