Ferðaþjónustan gengur til liðs við Sögueyjuna

30. júní, 2011

Katla Travel og Sögueyjan Ísland hafa undirritað samning um aðkomu ferðaskrifstofunnar að þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Katla Travel og Sögueyjan Ísland hafa undirritað samning um aðkomu ferðaskrifstofunnar að þátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011.

Katla Travel er ferðaþjónusta sem skipuleggur og sérhæfir sig í Íslandsferðum fyrir þýskumælandi ferðamenn. Auk peningastyrks mun Katla Travel veita verðlaun í gluggaútstillingarsamkeppni þýskra bókabúða sem Sögueyjan stendur fyrir í samstarfi við Bókamessuna í Frankfurt. Þar fá þýskir bóksalar með mest grípandi gluggaútstillinguna tileinkaða íslenskum bókmenntum tækifæri til að vinna tveggja vikna ferð til Íslands.

Sögueyjan Ísland fagnar framlagi Katla Travel til verkefnisins.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir