Þorsteinn frá Hamri gefinn út í Þýskalandi

11. júlí, 2011

Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri.

Ehrengast-PK-Island-2011_4Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri. Þýska bókaforlagið Queich-Verlag gefur út og er þýðingin í höndum Gert Kreutzer, prófessors í norrænum fræðum. Í safninu gefur að líta valin ljóð úr sextán ljóðabókum Þorsteins, allt frá hans fyrstu útgefnu bók Í svörtum kufli til þeirrar nýjustu Hvert orð er atvik.

Þorsteinn tók þátt í blaðamannafundi Sögueyjunnar í Frankfurt 6. júní – þar sem menningardagskrá verkefnisins var kynnt. Þar las hann upp ljóð við góðar undirtektir þýskra blaðamanna. Þann 8. júní, á „Degi íslenskrar ljóðlistar“ (Tag der Isländischen Poesie), las Þorsteinn svo upp ljóð í Bókmenntahúsinu í Berlin og kynnti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hann við upphaf dagskrárinnar. Íslensk skáld voru samtímis á sveimi á ellefu stöðum víðsvegar í Þýskalandi og var gerður góður rómur að íslenskum kveðskap það kvöld.

Gestir bókmenntahúsanna fengu af þessu tilefni gefins eintak af nýrri safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku Isländische Lyrik, sem Insel Verlag gefur út. Þar er dregin upp mynd af þróun íslenskrar ljóðlistar allt frá árdögum hennar til okkar tíma, og á Þorsteinn frá Hamri þrjú ljóð í henni.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir