Þorsteinn frá Hamri gefinn út í Þýskalandi

11. júlí, 2011

Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri.

Ehrengast-PK-Island-2011_4Út er komið í Þýskalandi ljóðasafnið Jarðarteikn – Erdzeichen, tvítyngt úrval ljóða eftir skáldið Þorstein frá Hamri. Þýska bókaforlagið Queich-Verlag gefur út og er þýðingin í höndum Gert Kreutzer, prófessors í norrænum fræðum. Í safninu gefur að líta valin ljóð úr sextán ljóðabókum Þorsteins, allt frá hans fyrstu útgefnu bók Í svörtum kufli til þeirrar nýjustu Hvert orð er atvik.

Þorsteinn tók þátt í blaðamannafundi Sögueyjunnar í Frankfurt 6. júní – þar sem menningardagskrá verkefnisins var kynnt. Þar las hann upp ljóð við góðar undirtektir þýskra blaðamanna. Þann 8. júní, á „Degi íslenskrar ljóðlistar“ (Tag der Isländischen Poesie), las Þorsteinn svo upp ljóð í Bókmenntahúsinu í Berlin og kynnti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hann við upphaf dagskrárinnar. Íslensk skáld voru samtímis á sveimi á ellefu stöðum víðsvegar í Þýskalandi og var gerður góður rómur að íslenskum kveðskap það kvöld.

Gestir bókmenntahúsanna fengu af þessu tilefni gefins eintak af nýrri safnbók íslenskrar ljóðlistar á þýsku Isländische Lyrik, sem Insel Verlag gefur út. Þar er dregin upp mynd af þróun íslenskrar ljóðlistar allt frá árdögum hennar til okkar tíma, og á Þorsteinn frá Hamri þrjú ljóð í henni.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir