Bloggað um Ísland og Þýskaland

1. september, 2011

Nýtt þýsk-íslenskt blogg Bókasýningarinnar í Frankfurt veltir fyrir sér tengslum og sérkennum þjóðanna tveggja.

ÍslandsbloggNú í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt láta íslenskar bókmenntir æ oftar á sér kræla í þýskum netheimum. Vefur Bókasýningarinnar ýtti til að mynda nýlega úr vör Íslandsbloggi, þar sem skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir, blaðamaðurinn og tungumálakennarinn Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og blaðakonan Alva Gehrmann velta fyrir sér tengslum íslenskrar og þýskar menningar, gjarnan út frá eigin reynslu. Þannig segir Sigurbjörg í einni færslu frá hinum gríðarmörgu Opelbifreiðum í eigu föður hennar gegnum tíðina, og Ólafur Guðsteinn bloggar út úr vestfirsku hótelherbergi um reynslu sína af því að kynna Ísland fyrir þýskum tungumálanemum. Hin þýska Alva Gehrmann lýsir aftur á móti upplifun sinni af afslöppuðu viðhorfi Íslendinga til dagatalsins.

Keppt í bókmenntarýni

Þá hefur opni bókrýnivefurinn Blogg Dein Buch blásið til samkeppni, þar sem bókelskir netverjar eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna ef þeir birta dóm um íslenska bók á vefnum. Keppnin er samstarfsverkefni Sögueyjunnar Íslands, Bókasýningarinnar í Frankfurt og Blogg Dein Buch, en aðrir samstarfsaðilar eru þýska ríkissjónvarpið ARD, Börsenblatt, Buchjournal, www.neuebuecher.de og menningarvefritið Faust.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir