Bloggað um Ísland og Þýskaland

1. september, 2011

Nýtt þýsk-íslenskt blogg Bókasýningarinnar í Frankfurt veltir fyrir sér tengslum og sérkennum þjóðanna tveggja.

ÍslandsbloggNú í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt láta íslenskar bókmenntir æ oftar á sér kræla í þýskum netheimum. Vefur Bókasýningarinnar ýtti til að mynda nýlega úr vör Íslandsbloggi, þar sem skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir, blaðamaðurinn og tungumálakennarinn Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og blaðakonan Alva Gehrmann velta fyrir sér tengslum íslenskrar og þýskar menningar, gjarnan út frá eigin reynslu. Þannig segir Sigurbjörg í einni færslu frá hinum gríðarmörgu Opelbifreiðum í eigu föður hennar gegnum tíðina, og Ólafur Guðsteinn bloggar út úr vestfirsku hótelherbergi um reynslu sína af því að kynna Ísland fyrir þýskum tungumálanemum. Hin þýska Alva Gehrmann lýsir aftur á móti upplifun sinni af afslöppuðu viðhorfi Íslendinga til dagatalsins.

Keppt í bókmenntarýni

Þá hefur opni bókrýnivefurinn Blogg Dein Buch blásið til samkeppni, þar sem bókelskir netverjar eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna ef þeir birta dóm um íslenska bók á vefnum. Keppnin er samstarfsverkefni Sögueyjunnar Íslands, Bókasýningarinnar í Frankfurt og Blogg Dein Buch, en aðrir samstarfsaðilar eru þýska ríkissjónvarpið ARD, Börsenblatt, Buchjournal, www.neuebuecher.de og menningarvefritið Faust.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir