Sögueyjan Ísland

Gestir funda í Reykjavík og á Hala í Suðursveit.

20. apríl, 2009

Verkefnið Sögueyjan Ísland hefur hér með opnað nýja heimasíðu sína

Dagana 23.-26. apríl verður haldið í Reykjavík og á Hala í Suðursveit alþjóðlegt þýðendaþing.Von er á 24 þýðendum erlendis frá en þeir koma frá Þýskalandi, Spáni, Póllandi, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Rússlandi, Tékklandi, Noregi og Svíþjóð. 9 þýðendur sem búsettir eru hér á landi taka líka þátt í þinginu. Fjallað verður um íslenskar bókmenntir, vanda og vegsemd þýðandans og meðal annars sagt frá verkefninu „Sagenhaftes Island“, þýðingar- og kynningarátaki í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur þingið kl. 10 föstudaginn 24. apríl í sal Þjóðminjasafnsins og opnar af því tilefni vefsíðu Sagenhaftes Island verkefnisins en slóðin er www.sagenhaftes-island.is. Fjölmiðlafólk er velkomið til opnunar þingsins.

Af þessu tilefni stendur Rithöfundasamband Íslands fyrir dagskrá í Iðnó sem kallast „Nýjabrumið í íslenskum bókmenntum“ en þar munu níu skáld og rithöfundar af yngri kynslóðinni kynna verk sín. Þetta eru þau Kristín Svava Tómasdóttir, Kári Páll Óskarsson, Emil Hjörvar Petersen, Arngrímur Vídalín, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Guðmundur Óskarsson, Bjarni Klemenz, Óttar Martin, Ófeigur Sigurðsson. Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur flytur erindi um nútímaskáldskap íslenskan og hljómsveit Tómasar R. Einarssonar annast tónlistarflutning. Dagskráin fer fram í Iðnó fimmtudaginn 23. apríl og hefst kl. 21. Hún er öllum opin og ókeypis.

Það eru Sagenhaftes Island verkefnið, Bókmenntasjóður, Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda í samstarfi við Háskólasetur H.Í. á Höfn, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem standa að þinginu.

Dagskrá þingsins má finna hér


thorbergssetur




Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir