Íslensk hönnun í Frankfurt

19. september, 2011

22. september hófst sýning helguð íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Frankfurt, Museum für Angewandte Kunst, þar sem um 60 íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar.

MundiUm þessar mundir fer fram umfangsmikil kynning á íslenskri menningu vegna heiðursársins á Bókasýningunni í Frankfurt. 22. september hófst sýning helguð íslenskri hönnun í helsta hönnunarsafni Frankfurt, Museum für Angewandte Kunst, þar sem um 60 íslenskir hönnuðir sýna vörur sínar. Sýningin ber heitið On the Cutting Edge | Design in Iceland (Randscharf | Design in Island) og þar verða yfir 100 vörur af margvíslegum sviðum íslenskrar hönnunar teknar til sýningar. Á sýningunni verður dregin upp mynd af fjölbreytileika íslenskra hönnunar úr öllum greinum – fatahönnun, grafísk hönnun, vöruhönnun og samskiptahönnun – og varpað ljósi á þau áhrif sem litróf íslenskrar náttúru, lega landsins og frásagnarhefð þjóðarinnar hefur á hönnun Íslendinga. Meðal hönnuða sem taka þátt í sýningunni eru Mundi Vondi, Tinna Gunnarsdóttir, Sig Vicious og rosarosa.

Sýningarstjórar eru Matthias Wagner K. og Klaus Klemp. Matthias Wagner K er vel kunnugur íslenskri hönnun, en hann var sýningarstjóri fyrstu íslensku tísku- og vöruhönnunarsýningarinnar í Þýskalandi árið 2005 í hönnunarsafninu í Köln og árið 2009 var hann sýningarstjóri fyrsta norræna tiskuhönnunartvíæringsins. „Íslensk hönnun er fjölþætt og helgar sig margbreytileika – hún grundvallast á viðleitni til að skara fram úr,“ segir Wagner K. „Sýning sem þessi færir íslenska hönnun í brennidepil. Hún gæti – og ætti – að styrkja sjálfstraust íslenskra hönnuða og hvetja til eflingar þessa geira á Íslandi.“

Facebook leikur og hönnunarþing

Af tilefni sýningarinnar ýtir Museum für Angewandte Kunst úr vör Facebook leik þar sem sköpunarglöðum Íslandsvinum er boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppni með því að senda inn ljósmyndir eða teikningar af hönnun sinni. Þemað er Ísland og sköpunargleðinni eru engin takmörk sett – öll hönnun kemur til greina – fatnaður, fylgihlutir, búsáhöld eða húsgögn. Sigurvegarinn hlýtur að launum ferð fyrir tvo til Íslands, en fjöldi annarra vinninga er einnig í boði. Leikurinn hefst á morgun og stendur yfir til 31. nóvember.

Á „Design Þing“ í AusstellungsHalle í Frankfurt býðst fólki svo að versla íslenska hönnun. Þar munu þrjátíu hönnuðir og handverksfólk frá Reykjavík og Frankfurt kynna og selja vörur sínar; tískufatnað, skartgripi, húsgögn, veggspjöld og margt fleira.

Ljósmynd: Fatahönnun Munda Vonda.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir