Ísland í Frankfurt - dagskrá

27. september, 2011

Mikill fjöldi viðburða tengdir Íslandi verður á dagskrá á meðan Bókasýningunni stendur.

Ísland - Dagskrá í FrankfurtVegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt fara fram ótal viðburðir tengdir íslenskum bókmenntum og menningu í Frankfurtborg og bókasýningarsvæðinu sjálfu. Nálgast má dagskrána hér.

Heiðursgesturinn skipar öndvegi og fá bókmenntir og menning þess lands gríðarmikla athygli á hinu þýskumælandi svæði, sem og á alþjóðlega vísu. Alla daga messunnar fer fram kynning á íslenskum rithöfundum, auk þess sem íslenskar bókmenntir verða áberandi víða um borgina í formi upplestra og annarra uppákoma. Þrjátíu og fimm íslenskir rithöfundar mæta til leiks á Bókasýningunni ár.

Sjö  af helstu söfnum Frankfurtborgar munu helga sig íslenskum viðfangsefnum á heiðursárinu. Skemmst er að minnast yfirlitssýningar á verkum Ragnars Kjartanssonar og sýningar á verkum sjö íslenskra samtímaljósmyndara, sem opnuðu í ágúst, en brátt verða einnig opnaðar tvær stórar sýningar í Schirn Kunsthalle, einum virtasta sýningarstað Þýskalands. Þar er um að ræða sýningar á verkum Errós, „Erró. Portraits and Landscapes“, og Gabríelu Friðriksdóttur, „Crepusculum“, þar sem sköpuð verður einstæð umgjörð utan um átta íslensk fornhandrit.

Samtímis  Bókasýningunni verða einnig haldnir íslenskir tónleikar í Frankfurt. Í Alte Oper, óperuhúsi borgarinnar, verða tónleikar tileinkaðir íslenskum bókmenntaarfi, Mótettukórinn heldur tónleika  í dómkirkjunni í Frankfurt undir stjórn Harðar Áskelssonar, og í listamiðstöðinni Mousonturm verður fjölbreytt dagskrá, þar sem meðal annars verða haldnir tónleikar með amiinu og Valgeiri Sigurðssyni, og dansverk eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur sýnt.

Þessi upptalning er fjarri því að vera tæmandi, en sá mikli fjöldi viðburða sem hefur farið fram á heiðursárinu vitnar um mikinn áhuga á íslenskri menningu á þýska málsvæðinu öllu og hefur frjór grundvöllur skapast fyrir áframhaldandi kynningu í Þýskalandi næstu árin.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir