„Crepusculum“ opnar í Schirn

28. september, 2011

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Crepusculum - Schirn

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Afar fátítt er að íslensku handritin séu flutt úr landi og aldrei áður hafa svo mörg íslensk fornhandrit verið sýnd í einu í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar hafa í kjölfarið sýnt sýningunni gríðarlegan áhuga. Til marks um það sendi sjónvarpstöð tökulið út á flugbraut þegar fulltrúar Árnastofnunar lentu í Frankfurt, með handritin í eldföstum handtöskum. Tökuliðið fylgdi þeim alla leið inn í sýningarsal Schirn þar sem handritin voru tekin úr flutningstöskunum og þeim komið fyrir í vandlega smíðuðum sýningarskápum. Greinar hafa birst um sýninguna í þýskum fjölmiðlum, ásamt viðtölum við Gabríelu Friðriksdóttur.

Gabríela Friðriksdóttir er á meðal þekktustu samtímalistamanna Íslands. Yfirskrift sýningarinnar er fengin úr latínu og merkir ljósaskipti.  Skúlptúrar, kvikmynda- og hljóðverk – og auðvitað handritin sjálf – mynda hér eina heild þar sem íslensk list að fornu og nýju mætist í leyndardómsfullum og ögrandi listheimi Gabríelu.

Sýningin er ein af fjölmörgum íslenskum sýningum sem haldnar eru í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Hún er skipulögð af Sögueyjunni Ísland með styrk frá Actavis og Landsbankanum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir