„Crepusculum“ opnar í Schirn

28. september, 2011

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Crepusculum - Schirn

28. september opnaði sýningin „Crepusculum“ í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningarstað í Þýskalandi. Þar skapar listakonan Gabríela Friðriksdóttir einstæða umgjörð um átta íslensk fornhandrit.

Afar fátítt er að íslensku handritin séu flutt úr landi og aldrei áður hafa svo mörg íslensk fornhandrit verið sýnd í einu í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar hafa í kjölfarið sýnt sýningunni gríðarlegan áhuga. Til marks um það sendi sjónvarpstöð tökulið út á flugbraut þegar fulltrúar Árnastofnunar lentu í Frankfurt, með handritin í eldföstum handtöskum. Tökuliðið fylgdi þeim alla leið inn í sýningarsal Schirn þar sem handritin voru tekin úr flutningstöskunum og þeim komið fyrir í vandlega smíðuðum sýningarskápum. Greinar hafa birst um sýninguna í þýskum fjölmiðlum, ásamt viðtölum við Gabríelu Friðriksdóttur.

Gabríela Friðriksdóttir er á meðal þekktustu samtímalistamanna Íslands. Yfirskrift sýningarinnar er fengin úr latínu og merkir ljósaskipti.  Skúlptúrar, kvikmynda- og hljóðverk – og auðvitað handritin sjálf – mynda hér eina heild þar sem íslensk list að fornu og nýju mætist í leyndardómsfullum og ögrandi listheimi Gabríelu.

Sýningin er ein af fjölmörgum íslenskum sýningum sem haldnar eru í tengslum við heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Hún er skipulögð af Sögueyjunni Ísland með styrk frá Actavis og Landsbankanum.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir