Frá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt

29. september, 2011

Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.

Island und Architektur? - ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson

Þrítugasta september opnar í Deutsches Architekturmuseum sýning þar sem íslensk byggingarlist, allt frá landnámi og fram á okkar daga, verður í brennidepli. Yfirskrift hennar er „Island und Arkitektur?“ og stendur hún yfir til 13. nóvember. Sýningin er á meðal fjölmargra viðburða sem haldnir verða í Þýskalandi vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Á „Island und Architektur?“ verður leitað svara við mikilvægum spurningum er snúa að fortíð og framtíð íslenskrar byggingarlistar. Hvernig birtist góðærið alræmda í húsum Íslands? Eða þá kreppan sem á eftir fylgdi? Hvernig hús byggði þjóð sem átti ekki greiðan aðgang að timbri og öðrum algengum byggingarefnum?

Rómaðar húsaljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar leika stórt hlutverk í sýningunni. Jafnframt verður heimildarmynd Henry Bateman „Future of Hope“ sýnd þar, en í henni er fjallað um sjálfbærni á Íslandi – endurnýjanlega orkugjafa, nýsköpun og frumkvöðlamennsku – eftir hrun.

Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir