Frá torfi til steypu – íslensk byggingarlist í Frankfurt

29. september, 2011

Í Deutsches Architekturmuseum verður íslensk byggingarlist frá landnámi og fram á okkar daga í brennidepli.

Island und Architektur? - ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson

Þrítugasta september opnar í Deutsches Architekturmuseum sýning þar sem íslensk byggingarlist, allt frá landnámi og fram á okkar daga, verður í brennidepli. Yfirskrift hennar er „Island und Arkitektur?“ og stendur hún yfir til 13. nóvember. Sýningin er á meðal fjölmargra viðburða sem haldnir verða í Þýskalandi vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt.

Á „Island und Architektur?“ verður leitað svara við mikilvægum spurningum er snúa að fortíð og framtíð íslenskrar byggingarlistar. Hvernig birtist góðærið alræmda í húsum Íslands? Eða þá kreppan sem á eftir fylgdi? Hvernig hús byggði þjóð sem átti ekki greiðan aðgang að timbri og öðrum algengum byggingarefnum?

Rómaðar húsaljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar leika stórt hlutverk í sýningunni. Jafnframt verður heimildarmynd Henry Bateman „Future of Hope“ sýnd þar, en í henni er fjallað um sjálfbærni á Íslandi – endurnýjanlega orkugjafa, nýsköpun og frumkvöðlamennsku – eftir hrun.

Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir