Viktor Arnar og Óttar Norðfjörð í Þýskalandi

30. september, 2011

Viktor Arnar Ingólfsson og Óttar Martin Norðfjörð hafa nýlokið vikulangri upplestrarferð um Þýskaland. Áhugi lesenda á komu höfundanna var mikill og vel var tekið á móti þeim þar sem þeir lásu.

Óttar og ViktorRithöfundarnir Viktor Arnar Ingólfsson og Óttar Martin Norðfjörð hafa nýlokið vikulangri upplestrarferð um Þýskaland. Áhugi lesenda á komu höfundanna var mikill og vel var tekið á móti þeim þar sem þeir lásu.Uppselt var öll upplestrarkvöldin og bækur þeirra seldust iðulega upp að hvert kvöld.

Meðal áningarstaða þeirra voru Frankfurt og Hamburg, þar sem þeir lásu upp á gömlu skipi á Harbour Front bókmenntahátíðinni þar í borg, en sú hátíð nýtur mikilla vinsælda og er vel sótt. Að sögn höfundanna ríkir mikill áhugi í Þýskalandi fyrir íslenskum bókmenntum um þessar mundir, einkum nú þegar styttist óðum í Bókasýninguna í Frankfurt.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir