Erró í Schirn: „Portrait and Landscape“

5. október, 2011

Tímamótasýning Errós í SCHIRN opnar 6. október. Tvær stórar myndaraðir, „Scapes“ og „Monsters“, verða sýndar.

„Erró. Portrait and Landscape“












6. október opnar einkasýning Errós, „Erró. Portrait and Landscape“, í SCHIRN listasafninu í Frankfurt, og mun þar með deila þessu virta safni með öðrum íslenskum listamanni, Gabríelu Friðriksdóttur, sem opnaði umtalaða sýningu þar 28. september.

Á sýningunni verður verkum Errós gerð vegleg skil þar sem tvær stórar myndaraðir, „Scapes“ og „Monsters“, verða sýndar. Um tímamót er að ræða þar sem sú síðarnefnda hefur aldrei áður verið sýnd opinberlega í heild sinni, en Erró vann „Monsters“ verkin á árunum 1967-68.

Auk myndverkanna verða sýndar valdar kvikmyndir Errós frá sjöunda áratugnum, sem brúa bilið milli myndaraðanna tveggja. Þar á meðal eru verkin „Grimaces“ og „Stars“.

Sýningin er hluti af hinni umfangsmiklu kynningu á íslenskri menningu sem nú á sér stað í hinum þýskumælandi heimi vegna Bókasýningarinnar í Frankfurt. „Erró. Portrait and Landscape“ hefst, eins og fyrr sagði, 6. október, og stendur yfir til 8. janúar 2012.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir