„Þannig uppgötvar heimurinn stundum fjarlægar eyjar...“

5. október, 2011

Aldrei fyrr hafa íslenskar bókmenntir fengið aðra eins athygli í Evrópu og nú, í aðdraganda Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.

Íslenskur rithöfundur setur sig í stellingar fyrir Frankfurt.

Bókasýningin opnar dyr sínar í næstu viku og á meðan henni stendur verða um 400 viðburðir sem tengjast Íslandi á þýska málsvæðinu öllu. Aldrei fyrr hefur íslensk menning fengið aðra eins kynningu í Evrópu. Í þessum hafsjó viðburða má þó ekki gleyma aðalatriðinu: rithöfundunum sjálfum.

Hátt í 40 íslenskir höfundar mæta til leiks á Bókasýningunni í ár. Meðal þeirra eru Hallgrímur Helgason, Kristín Marja Baldursdóttir, Jónína Leósdóttir, Andri Snær Magnason, Auður Ava Ólafsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Steinsdóttir og handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þetta árið, Gyrðir Elíasson.

Margir þessara höfunda búa sig nú undir upplestrarferðir um Þýskaland. Hallgrímur Helgason, Auður Ava Ólafsdóttir og Steinar Bragi munu til að mynda lesa upp úr verkum sínum í Bókmenntahúsinu í Bonn 10. október, og er viðburðurinn hluti af sérstakri Íslandsdagskrá bókmenntahússins sem fram fer í tilefni af heiðursári Íslands í Frankfurt. Margir aðrir rithöfundar hafa þegar kynnt verk sín í Þýskalandi, en Óttar M. Norðfjörð og Viktor Arnar Ingólfsson luku til dæmis nýverið afar velheppnaðri upplestrarferð þar.

Steinunn Sigurðardóttir hefur einnig verið á ferðalagi um Þýskaland undanfarnar vikur til kynningar á bók sinni Góða elskhuganum, sem kom út í þýskri þýðingu í september. „Það er stórkostlegt að hafa þetta beina samband við lesendur,“ segir Steinunn, í viðtali við Sögueyjuna, um móttökurnar í Þýskalandi. „Þegar lesandi kemur til mín og segist hafa lesið allar sex bækurnar sem hafa komið út á þýsku má ég passa mig á því að fá ekki tár í augun. Það er líka ævintýri að sjá hvað fólkið á hverjum stað er einbeitt í því að gera sitt besta fyrir bókmenntirnar, og hvað það er fórnfúst.“

230 nýjar bækur sem tengjast Íslandi

Alls hafa verið gefnir út um 230 nýjir titlar sem tengjast Íslandi, hjá 111 forlögum sem gefa út bækur á þýskri tungu. Flestar þýðingarnar tilheyra fagurbókmenntum, eða 90 titlar.

katalogEinnig koma út tíu safnrit, en þar ber hæst heildarútgáfa Íslendingasagnanna – hornsteinninn í heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni – sem bókaforlagið S. Fischer gefur út. Fyrsta upplag þeirra seldist upp á örfáum dögum, sem er til marks um þann gríðarlegan áhuga á íslenskum bókmenntum sem ríkir í Þýskalandi um þessar mundir.

Í bókaskránni „Sagenhafte Bücher aus Island“ er gefið yfirlit yfir nýútkomnar bækur á þýsku. Þar er að finna stutta kynningu á öllum nýju bókunum sem tengjast Íslandi, allt frá nýútgefnum verkum til Íslendingasagna og Eddukvæða miðalda, frá íslenskum öndvegisverkum módernismans og samtímabókmennta til fræðibóka, listaverkabóka og ferðahandbóka. Þessari bókaskrá er hægt að hlaða niður héðan.


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir