Fornir tónar í bland við nýja í Frankfurt

8. október, 2011

Valgeir Sigurðsson, amiina,  Íslenski  dansflokkurinn, Mótettukórinn og píanókvartett með Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel í fararbroddi eru meðal flytjenda sem koma fram á viðburðum í Frankfurt á meðan á Bókasýningunni stendur.

Tónleikar í Frankfurt

Valgeir Sigurðsson, amiina,  Íslenski  dansflokkurinn, Mótettukórinn og píanókvartett með Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel í fararbroddil eru meðal flytjenda sem koma fram á viðburðum í Frankfurt á meðan á Bókasýningunni stendur.

Þann 10. október, í tónleikahúsinu Alte Oper, verða haldnir tónleikar helgaðir íslenskum bókmenntaarfi. Þar munu píanóleikarinn  Vladimir Stoupel og fiðuleikarinn  Judith Ingólfsson, ásamt fleiri tónlistarmönnum, halda tónleika innblásna af norrænum bókmenntum. Meðal annars verður  frumfluttur píanókvartett eftir  Áskel Másson, saminn sérstaklega  af þessu  tilefni.  Jafnframt verður fluttur píanókvartett Schumanns, rómantískt verk sem samið var undir áhrifum frá norrænum fornbókmenntum. Á milli verka les þýski leikarinn Helmut Rühl upp úr hinum nýju þýsku þýðingum Íslendingasagnanna . Tónleikadagskrána má nálgast hér.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í listamiðstöðinni Mousonturm. Opnunartónleikarnir fara fram þann 11. október, þar sem hljómsveitin amiina stígur á stokk. Daginn eftir heldur Valgeir Sigurðsson tónleika, en hann kemur fram ásamt sellóleikaranum Hildi Guðnadóttur og víóluleikaranum Nadiu Sirota.  15. október sýnir Íslenski dansflokkurinn verkið Transaquania – Into Thin Air, sem Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir sömdu í samvinnu við dansara flokksins. Einnig verða verðlaunakvikmyndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn  Ragnars Bragasonar sýndar, þar sem Ingvar E. Sigurðsson ræðir við áhorfendur að þeim loknum.

Mótettukór Hallgrímskirkju, undir stjórn  Harðar Áskelssonar, heldur svo tónleika í dómkirkjunni í Frankfurt þann 13. október.  Á tónleikunum mun kórinn flytja verk eftir J.S. Bach og E. Whitacre, ásamt efni af geislaplötunni „Ljósið þitt lýsi mér“, sem kom út árið 2009. Með tónleikunum bindur Mótettukórinn lokahnút á reisu sína um þýska málsvæðið, en áður en hann kemur til Frankfurt heldur hann auk þess tónleika í Passau og Salzburg.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir