22 íslenskir rithöfundar í máli og myndum

9. október, 2011

Sýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda.

Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im GesprächSýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda. Samhliða henni kemur út bókin Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im Gespräch, þar sem viðtölin og ljósmyndirnar eru fest á blað.

Sýningin var síðast sett upp á á íslenskri bókmenntahátíð sem fram fór í Nýju Delí í Indlandi í september, en hún var fyrst sett upp í mars á þessu ári, í sameiginlegum sýningarsal norrænu sendiráðanna í Berlín.

Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson hafa starfað saman á Morgunblaðinu til fjölda ára og gáfu út viðtalsbókina Sköpunarsögur árið 2007, þar sem skyggnst er inn í sköpunarferli 12 íslenskra samtímahöfunda. Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt heimsóttu þeir 22 íslenska rithöfunda og ræddu við þá um bókmenntaarfinn, áhrif hans á þeirra eigin verk og tengsl hans við heimsbókmenntirnar.

Kristín Marja Baldursdóttir og Kristín Steinsdóttir verða viðstaddar opnunina og munu lesa þar upp úr verkum sínum. Hér á síðunni má lesa viðtal úr bókinni, við Arnald Indriðason, í styttri útgáfu.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir