22 íslenskir rithöfundar í máli og myndum

9. október, 2011

Sýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda.

Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im GesprächSýningin „Sögueyjan Ísland – Portrett af íslenskum samtímahöfundum“ opnar 10. október í borgarbókasafni Frankfurt. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Kristins Ingvarssonar og viðtölum Péturs Blöndal við 22 íslenska samtímahöfunda. Samhliða henni kemur út bókin Isländische Literatur der Gegenwart – 22 Autoren im Gespräch, þar sem viðtölin og ljósmyndirnar eru fest á blað.

Sýningin var síðast sett upp á á íslenskri bókmenntahátíð sem fram fór í Nýju Delí í Indlandi í september, en hún var fyrst sett upp í mars á þessu ári, í sameiginlegum sýningarsal norrænu sendiráðanna í Berlín.

Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson hafa starfað saman á Morgunblaðinu til fjölda ára og gáfu út viðtalsbókina Sköpunarsögur árið 2007, þar sem skyggnst er inn í sköpunarferli 12 íslenskra samtímahöfunda. Í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt heimsóttu þeir 22 íslenska rithöfunda og ræddu við þá um bókmenntaarfinn, áhrif hans á þeirra eigin verk og tengsl hans við heimsbókmenntirnar.

Kristín Marja Baldursdóttir og Kristín Steinsdóttir verða viðstaddar opnunina og munu lesa þar upp úr verkum sínum. Hér á síðunni má lesa viðtal úr bókinni, við Arnald Indriðason, í styttri útgáfu.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir