Sögulegur sáttafundur

12. október, 2011

Á Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss, mættust á sáttafundi.

Horst Korske og Sigurður GuðmundssonÁ Bókasýningunni í dag átti sér stað hjartnæm stund þar sem Horst Korske, loftskeytamaður þýska kafbátsins sem sökkti Goðafossi þann 10. nóvember árið 1944,  og Sigurður Guðmundsson, háseti Goðafoss þegar árásin átti sér stað, mættust á sáttafundi.

„Ég hef átt margar andvökunætur yfir þessum hræðilega atuburði,“ segir Korske. „Maður hugsar: Hvað hef ég gert rangt? Maður varð að fylgja skipunum. Ég var ungur þá. Og í dag kemur allt upp aftur. Núna get ég verið rólegri eftir að hafa hitt Sigurð og rætt við hann, mér líður betur. Þetta var mjög miklvæg stund fyrir mig.“

„Maður var svo ungur þegar þetta skeði, maður kunni ekki að hræðast,“ segir Sigurður Guðmundsson. „Mér fannst hann vera hálf smeykur og kvíðinn yfir að hitta mig, en ég hata hann ekki.“

Þýsk útgáfa bókarinnar Útkall – Árás á Goðafoss, eftir Óttar Sveinsson, kom út fyrir skömmu, og var fundurinn haldin til kynningar á henni.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir