ÍslEnskt hjá AmazonCrossing

12. október, 2011

12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt.

Blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt. Rithöfundarnir Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir kynntu þar verk sín, sem koma út á ensku á vegum nýstofnaðs bókaforlags Amazon.com. Forlagið hyggst á næstunni gefa út tíu skáldsögur íslenskra höfunda á ensku. Þar á meðal eru verk eftir Viktor Arnar Ingólfsson, Árna Þórarinsson, Vilborgu Davíðsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur, en fleiri titlar verða kynntir snemma árs 2012.

 „Íslandsröð AmazonCrossing tryggir áframhaldandi nærveru gestaþjóðarinnar á hinum alþjóðlega bókamarkaði að sýningunni lokinni,“ sagði Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar.

Innan við þrjú prósent útgefinna bóka á Bandaríkja- og Bretlandsmarkaði eru þýðingar. AmazonCrossing hefur það að markmiði að hækka þetta hlutfall. „Þessi tala er alltof lítil. Á Íslandi, og víðar, er að finna yndislegar sögur sem eru ekki aðgengilegar enskumælandi lesendum,“ sagði Jon Fine hjá Amazon.com. „Við viljum þýða þessi einstöku og alþjóðlegu bókmenntaverk, og með því kynna þessa höfunda fyrir nýjum lesendum um allan heim.“


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir