ÍslEnskt hjá AmazonCrossing

12. október, 2011

12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt.

Blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing12. október fór fram blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing á Bókasýningunni í Frankfurt. Rithöfundarnir Hallgrímur Helgason og Auður Ava Ólafsdóttir kynntu þar verk sín, sem koma út á ensku á vegum nýstofnaðs bókaforlags Amazon.com. Forlagið hyggst á næstunni gefa út tíu skáldsögur íslenskra höfunda á ensku. Þar á meðal eru verk eftir Viktor Arnar Ingólfsson, Árna Þórarinsson, Vilborgu Davíðsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur, en fleiri titlar verða kynntir snemma árs 2012.

 „Íslandsröð AmazonCrossing tryggir áframhaldandi nærveru gestaþjóðarinnar á hinum alþjóðlega bókamarkaði að sýningunni lokinni,“ sagði Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sögueyjunnar.

Innan við þrjú prósent útgefinna bóka á Bandaríkja- og Bretlandsmarkaði eru þýðingar. AmazonCrossing hefur það að markmiði að hækka þetta hlutfall. „Þessi tala er alltof lítil. Á Íslandi, og víðar, er að finna yndislegar sögur sem eru ekki aðgengilegar enskumælandi lesendum,“ sagði Jon Fine hjá Amazon.com. „Við viljum þýða þessi einstöku og alþjóðlegu bókmenntaverk, og með því kynna þessa höfunda fyrir nýjum lesendum um allan heim.“


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir