TEXT í Berlín

13. október, 2011

Á sýningunni TEXT, sem opnar 15. október í Kuckei + Kuckei í Berlín, hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna með texta í myndlist sinni.

TEXTÁ sýningunni TEXT, sem opnar 15. október í Kuckei + Kuckei í Berlín, hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna með texta í myndlist sinni.

Textar hafa verið áberandi í myndlist íslenskra myndlistarmanna. Það sama má segja um erlenda myndlistarmenn sem tengjast Íslandi sterkum böndum og hafa verið áhrifavaldar í íslenskri myndlist. Mörg dæmi eru svo aftur um það að íslenskir myndlistarmenn skrifi einnig bækur. Því verður hinsvegar seint haldið fram að Íslendingar séu myndlistarþjóð enda saga íslenskrar myndlistar stutt, en þó hefur íslensk myndlist verið nokkuð áberandi á alþjóðavettvangi undanfarin ár.

Listamennirnir fara ólíkar og fjölbreyttar leiðir við notkun á textum í verkum sínum. Stundum er textinn í forgrunni og stundum er dýpra á hann. Stundum er um beinar tilvísanir í bókmenntir að ræða t.d. kemur eini íslenski nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Halldór Laxnes, fyrir í verkum tveggja listamanna, þeirra Roni Horn og Kristjáns Guðmundssonar. Í öðrum verkum eru textarnir minna bókmenntalegir eða tengdir bókmenntum. Listamennirnir 19 hafa ólíkan og breiðan bakgrunn og vinna á afar mismunandi hátt, en eiga að minnsta kosti einn þátt sameiginlegan, þau vinna öll með texta. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1968, en þau nýjustu eru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin mun halda áfram í öðru formi í Listasafni Íslands í janúar 2012.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir