TEXT í Berlín

13. október, 2011

Á sýningunni TEXT, sem opnar 15. október í Kuckei + Kuckei í Berlín, hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna með texta í myndlist sinni.

TEXTÁ sýningunni TEXT, sem opnar 15. október í Kuckei + Kuckei í Berlín, hafa verið valdir saman 19 íslenskir og erlendir listamenn sem vinna með texta í myndlist sinni.

Textar hafa verið áberandi í myndlist íslenskra myndlistarmanna. Það sama má segja um erlenda myndlistarmenn sem tengjast Íslandi sterkum böndum og hafa verið áhrifavaldar í íslenskri myndlist. Mörg dæmi eru svo aftur um það að íslenskir myndlistarmenn skrifi einnig bækur. Því verður hinsvegar seint haldið fram að Íslendingar séu myndlistarþjóð enda saga íslenskrar myndlistar stutt, en þó hefur íslensk myndlist verið nokkuð áberandi á alþjóðavettvangi undanfarin ár.

Listamennirnir fara ólíkar og fjölbreyttar leiðir við notkun á textum í verkum sínum. Stundum er textinn í forgrunni og stundum er dýpra á hann. Stundum er um beinar tilvísanir í bókmenntir að ræða t.d. kemur eini íslenski nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, Halldór Laxnes, fyrir í verkum tveggja listamanna, þeirra Roni Horn og Kristjáns Guðmundssonar. Í öðrum verkum eru textarnir minna bókmenntalegir eða tengdir bókmenntum. Listamennirnir 19 hafa ólíkan og breiðan bakgrunn og vinna á afar mismunandi hátt, en eiga að minnsta kosti einn þátt sameiginlegan, þau vinna öll með texta. Elsta verkið á sýningunni er frá árinu 1968, en þau nýjustu eru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin mun halda áfram í öðru formi í Listasafni Íslands í janúar 2012.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir