Bókasýningin hálfnuð

14. október, 2011

„Sjaldan hefur nokkurt land náð jafnmiklum árangri á Bókasýningunni í Frankfurt,“ segir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung um þátttöku Íslands á Bókasýningunni.

PavillionNú er Bókasýningin hálfnuð og hefur umfjöllun þýskra fjölmiðla um heiðursþátttöku Íslands verið mikil og einkar jákvæð. „Sjaldan hefur nokkurt land náð jafnmiklum árangri á Bókasýningunni í Frankfurt,“ segir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung um þátttöku Íslands á þessari stærstu bókakaupstefnu heims.

Íslenski skálinn hefur vakið gríðarmikla athygli, en aðsóknin að honum hefur farið fram úr björtustu vonum. „Í íslenska skálanum sýnir eyjan í norðursjó sína bestu hliðar ... Engin önnur gestaþjóð hefur verið jafn notaleg,“ var sagt í þýska ríkisútvarpinu. „Heiðursgesturinn Ísland hefur skapað griðastað í miðjum erli messunnar,“ segir í dagblaðinu Die Welt. „Þeir sem sækjast eftir hvíld eða afdrepi, þar sem manneskjur og bækur mætast, ættu að fara til Frankfurt ... Í nánast heilagri byggingu sem hvetur til íhugunar er maður leiddur á milli risavaxinna tjalda þar sem gefur að líta lesendur á öllum aldri – lesandi fyrir framan heimilisbókasöfn sín, einbeittir, niðursokknir og hugfangnir.

Dagskrá skálans hefur verið þéttsetin áhugafólki um íslenskar bókmenntir og menningu. Fimmtudaginn 13. október undirritaði Jón Gnarr, Borgarstjóri Reykjavíkur á sviði skálans samning við ICORN, alþjóðleg samtök skjólborga rithöfunda, um inngöngu Reykjavíkur í samtökin. Útnefning Reykjavíkur sem bókmenntaborg Arnaldur - HöfundakynningUNESCO var þar um leið kynnt. Sömuleiðis vakti blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing mikla athygli.

Á höfundarkynningu Arnalds Indriðasonar, sem fram fór fyrr í dag, dugði stólafjöldinn ekki til, og máttu margir sætta sig við sæti á gólfinu. Að kynningu lokinni þyrptust aðdáendur bóka hans að honum, og sóttust eftir áritunum, en sjaldgæft er að þessi þekktasti rithöfundur Íslendinga gefi þannig færi á sér.

Framundan eru fleiri höfundakynningar, svo sem Auðar Jónsdóttur, Eiríks Arnars Norðdahl, Steinars Braga og Hallfríðar Ólafsdóttur, en lokablaðamannafundur Sögueyjunnar fer fram laugardaginn 15. október.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir