Bókasýningin hálfnuð

14. október, 2011

„Sjaldan hefur nokkurt land náð jafnmiklum árangri á Bókasýningunni í Frankfurt,“ segir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung um þátttöku Íslands á Bókasýningunni.

PavillionNú er Bókasýningin hálfnuð og hefur umfjöllun þýskra fjölmiðla um heiðursþátttöku Íslands verið mikil og einkar jákvæð. „Sjaldan hefur nokkurt land náð jafnmiklum árangri á Bókasýningunni í Frankfurt,“ segir þýska dagblaðið Süddeutsche Zeitung um þátttöku Íslands á þessari stærstu bókakaupstefnu heims.

Íslenski skálinn hefur vakið gríðarmikla athygli, en aðsóknin að honum hefur farið fram úr björtustu vonum. „Í íslenska skálanum sýnir eyjan í norðursjó sína bestu hliðar ... Engin önnur gestaþjóð hefur verið jafn notaleg,“ var sagt í þýska ríkisútvarpinu. „Heiðursgesturinn Ísland hefur skapað griðastað í miðjum erli messunnar,“ segir í dagblaðinu Die Welt. „Þeir sem sækjast eftir hvíld eða afdrepi, þar sem manneskjur og bækur mætast, ættu að fara til Frankfurt ... Í nánast heilagri byggingu sem hvetur til íhugunar er maður leiddur á milli risavaxinna tjalda þar sem gefur að líta lesendur á öllum aldri – lesandi fyrir framan heimilisbókasöfn sín, einbeittir, niðursokknir og hugfangnir.

Dagskrá skálans hefur verið þéttsetin áhugafólki um íslenskar bókmenntir og menningu. Fimmtudaginn 13. október undirritaði Jón Gnarr, Borgarstjóri Reykjavíkur á sviði skálans samning við ICORN, alþjóðleg samtök skjólborga rithöfunda, um inngöngu Reykjavíkur í samtökin. Útnefning Reykjavíkur sem bókmenntaborg Arnaldur - HöfundakynningUNESCO var þar um leið kynnt. Sömuleiðis vakti blaðamannafundur Sögueyjunnar og AmazonCrossing mikla athygli.

Á höfundarkynningu Arnalds Indriðasonar, sem fram fór fyrr í dag, dugði stólafjöldinn ekki til, og máttu margir sætta sig við sæti á gólfinu. Að kynningu lokinni þyrptust aðdáendur bóka hans að honum, og sóttust eftir áritunum, en sjaldgæft er að þessi þekktasti rithöfundur Íslendinga gefi þannig færi á sér.

Framundan eru fleiri höfundakynningar, svo sem Auðar Jónsdóttur, Eiríks Arnars Norðdahl, Steinars Braga og Hallfríðar Ólafsdóttur, en lokablaðamannafundur Sögueyjunnar fer fram laugardaginn 15. október.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir