„Sú besta í manna minnum“

31. október, 2011

Kynning Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011 vakti mikla athygli fjölmiðla í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Hér gefur að líta brot af þeirri umfjöllun sem birtist á meðan henni stóð.

Úrklippur

Þýskir fjölmiðlar sýndu framlagi Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt 2011 gríðarlega mikinn áhuga. Kynning Íslands vakti athygli víðar í Evrópu, en fjöldi blaðagreina birtist einnig í frönskum, ítölskum, belgískum og spænskum dagblöðum og tímaritum, svo dæmi séu tekin.

Íslenski sýningarskálinn, þar sem gestir gátu hvílt sig í setustofu, kynnt sér íslenskar bókmenntir og rithöfunda og virt fyrir sér íslenska lesendur og náttúru, vakti almenna hrifningu. Því fer fjarri að búið sé að taka saman þann mikla fjölda blaðagreina, sjónvarps- og útvarpsfrétta sem helgaður var Íslandi en hér gefur engu að síður að líta brot af þeirri jákvæðu umfjöllun sem Ísland fékk á meðan sýningunni stóð:

„Hver sá sem þarfnast hvíldar og kyrrðar eða sækist eftir milliliðalausum fundi manns og bókar, ætti að fara til Frankfurt. Skáli heiðursgestsins er griðastaður í erli Bókasýningarinnar.“

Die Welt 13.10.2011

http://www.welt.de/


„Tilgerðarlaus kynning heiðursgestsins vekur almenna aðdáun. Hver sá sem stígur inn í skálann er umlukinn notalegri hlýju sem hvetur mann umsvifalaust til lesturs.  Hér er það lesturinn sem er í brennidepli, en ekki þjóðartákn og rithöfundar.“

Boersenblatt.net 13.10.2011

http://www.boersenblatt.net/459209/

 

„Heiðursgesturinn Ísland sigrar hjörtu allra með kynningu sinni. Sjaldan hefur heiðursland boðið upp á jafn viðkunnalegt og afslappað andrúmsloft í sýningarskálanum.“

ARD 11.10.2011

http://www.hr-online.de/

 

„Notalegasta kynning heiðursgests til þessa.“

http://www.dradio.de/dkultur/sendungen/fazit/1577486/

 

„Íslenski skálinn hafnar ódýrum brellum, ágengum innsetningum, dynjandi áróðri fyrir hinni nýju rafrænu veröld, og sálarlausum auglýsingabeljanda almennt. Hér má finna í sinni tærustu mynd þá sýn sem eitt sinn gilti um Bókasýninguna í heild: bókmenntir eru einstæð afurð sem einungis er hægt að gera að fullu skil með varfærni og næmi.“

Frankfurter Allgemeine Zeitung 12.10.2011

 

„Loksins vel heppnuð kynning […]! Loksins enginn samtíningur fyrir safn, enginn túristaniður. Ísland kynnir sig með þokkafullum hætti og áræðnum einfaldleika, í völundarhúsi gríðarstórra sýningartjalda sem sýna einungis eitt: Íslendinga sem lesa.“

Nürnberger Zeitung 13.10.2011

http://www.nordbayern.de/

 

„Á fallegustu kynningu heiðurslands í manna minnum sjáum við myndskeið af Íslendingum sem lesa í heimkynnum sínum fyrir framan furðustór heimilisbókasöfn sín.“

Frankfurter Rundschau 15.10.2011

http://www.fr-online.de/

 

„Ísland hefur með tilgerðarlausri kynningu sinni sigrað hjörtu gesta á Bókasýningunni með áhrifaríkum hætti […] bókmenntaleg heilsulind í hamagangi Bókasýningarinnar.“

Börsenblatt 42/2011


„Allir eru á einu máli: kynning Íslands var sú besta í langan tíma.“

Frankfurter Rundschau 17.10.2011

 

„Þótt það kunni að virðast ókleift hefur Íslandi tekist að kveða hinn ágenga rafbókadraug niður í nokkra klukkutíma. Sýningarskálinn er einn sá fallegasti á seinni árum. Ekki einungis vegna hinna fjölmörgu bóka sem hafa verið gefnar út öllum að óvörum, heldur er framsetningin frumleg og setur einkenni landsins í brennidepil: Á risastórum tjöldum með myndum af náttúru landsins birtast óvænt bækur.“

El País 12.10.2011


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir