‚10 ráð‘ á svið í Austurríki

10. nóvember, 2011

Leikverk byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp frumsýnt í Schauspielhaus-leikhúsinu í Salzburg í Austurríki.

Schauspielhaus Salzburg - 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska uppLeikverk byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp var frumsýnt í síðustu viku í Schauspielhaus-leikhúsinu í Salzburg í Austurríki. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Peter Arp og hefur sýningunni verið vel tekið af austurrískum gagnrýnendum. „Spennandi og truflandi farsi um stríð, líf og dauða,“ segir gagnrýnandi Drehpunkt Kultur. Gagnrýnandi Kronen Zeitung, stærsta dagblaðs Austurríkis, segir verkið ganga „stórkostlega vel upp.  Allt lifnar við þökk sé nákvæmlega stilltu samspili leiks og orða.“

Nálgast má stiklu fyrir leiksýninguna hér á heimasíðu Schauspielhaus Salzburg.

Eins og kunnugt er stendur einnig til að færa nýútkomna skáldsögu Hallgríms, Konan við 1000°, á svið Þjóðleikhússins hér á landi. Hallgrímur lauk nýverið stífri upplestrarferð um Þýskaland til kynningar á bókinni, þar sem hann las upp í tuttugu borgum á þremur vikum, en skáldsagan kom í fyrstu út í Þýskalandi fyrir Bókasýninguna í Frankfurt. Hefur hún vermt sæti þýskra metsölulista og hafa móttökur gagnrýnenda verið sérdeilis góðar. 

„Yndislega klikkuð skáldsaga,“ segir gagnrýnandi Süddeutsche Zeitung. Gagnrýnandi SWR3 Radio skefur ekki utan af því og segir hana vera „bók ársins“. „Hér er svo mikið af frumlegum hugmyndum að dugað gæti öðrum í heilan rithöfundaferil,“ segir gagnrýnandi NDR Kultur. Hjá Deutschlandradio Kultur er Hallgrímur svo borinn saman við eitt merkasta skáld Þjóðverja: „Hallgrími Helgasyni hefur tekist að skrifa stórkostlega íslenska útgáfu af kararlegunni í anda Heinrichs Heine.“


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir