Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember, 2011

Degi íslenskrar tungu var fagnað 16. nóvember síðastliðinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu var fagnað 16. nóvember síðastliðinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og var hans minnst með margvíslegu móti á vegum ýmissa stofnana, samtaka og skóla.X

Má þar nefna maraþonlestur í Ársafni og Jónasarvöku í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu. Jafnframt verður íslensk-skandinavíska veforðabókin ISLEX opnuð við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Orðabókin er unnin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslensku fræðum í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofur á Norðurlöndum. Í Gerðubergi í Breiðholti fór fram hátíðardagskrá Mennta- og menningarmálaráðuneytinsins, sem lauk með afhendingu Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, viðurkenningu sem veitt er einstaklingum sem stutt hafa íslenskt mál með sérstökum hætti.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir