Norrænar bókmenntir í fyrirrúmi í Hamborg

25. nóvember, 2011

Nú er liðinn meira en mánuður frá Bókasýningunni í Frankfurt, og enn er ekkert lát á upptroðslum íslenskra höfunda í Þýskalandi. Um þessar mundir fara fram í Hamborg tveir viðburðir helgaðir norrænum bókmenntum.

Nú er liðinn meira en mánuður frá Bókasýningunni í Frankfurt, og enn er ekkert lát á upptroðslum íslenskra höfunda í Þýskalandi. Um þessar mundir fara fram í Hamborg tveir viðburðir helgaðir norrænum bókmenntum.

NordwindÍ Hamborg og Berlín stendur bókmenntahátíðin Nordwind Festival yfir 25. nóvember til 16. Desember. Meðal þátttakenda eru Andri Snær Magnason, með nýja þýska þýðingu á Draumalandinu og Bónusljóðum, og Steinunn Sigurðardóttir, en hún kemur fram á málþingi um samband hins „opna samfélags“ Norðurlandanna við ofstækisskoðanir. Steinunn hefur verið á ferð og flugi um Þýskaland og Evrópu undanfarna daga til að kynna skáldsöguna Góða elskhugann, sem gengið hefur afar vel ofan í þýska lesendur og gagnrýendur.

Þá blés Literaturhaus Hamburg til norrænna bókmenntadaga 21.-25. nóvember, þar sem  bókmenntir Norðurlandanna voru í fyrirrúmi, allt frá Múmínálfum Finnlands til Íslendingasagnanna, en ný heildarþýðing S. Fischer forlagsins á þessu helsta framlagi Íslands til heimsbókmenntanna var kynnt á fyrsta degi dagskrárinnar. Kynninguna önnuðust þeir Klaus Böldl, einn af ritstjórum útgáfunnar, og þýðandinn Karl-Ludwig Wetzig.

Nútímabókmenntir fengu líka sitt pláss í dagskránni, en meðal góðra gesta úr hópi norrænna nútímahöfunda má telja danska smásagnahöfundinn Helle Helle og hina finnsku Súsönnu Alakoski.  23. nóvember fór síðan fram upplestrarkvöld helgað íslenskum bókmenntum, en þar komu fram þau Sigurbjörg Þrastardóttir og Jón Kalman Stefánsson. Sigurbjörg kynnti ljóðabókina Blysfarir sem kom út í Þýskalandi fyrr á árinu, og Jón Kalman las upp úr Harmi englanna, sem í september varð sjöunda bókin hans til að koma út á þýsku.

24. nóvember gafst Berlínarbúum  svo líka kostur á að kynnast Jóni Kalman, en hann var þá sérlegur gestur í Felleshus, byggingu norrænu sendiráðanna í Berlín.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir