Fréttir

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

1. desember, 2011 Fréttir

Ófeigur Sigurðsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Skáldsöguna um Jón.

Ófeigur SigurðssonÓfeigur Sigurðsson tók á mánudaginn var við Bókmenntaverðlaunum Evrópusambandsins við hátíðlega athöfn í Brussel. Verðlaunin hlýtur hann fyrir bókina Skáldsagan um Jón, sögulega skáldsögu um Jón Steingrímsson eldklerk, sem kom út í fyrra.

Ófeigur er í hópi tólf evrópskra rithöfunda sem hljóta verðlaunin. Hver höfundur fær 5.000 evrur að launum auk möguleika á ríflegum þýðingarstyrkjum, sem greiða leið verka þeirra inn á önnur málsvæði.

Markmið Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins er að varpa ljósi á menningarleg verðmæti evrópskra samtímaskáldverka, auka dreifingu þeirra innan álfunnar og hvetja til menningarsamræðna milli þjóða.

Skáldsagan um Jón er önnur skáldsaga Ófeigs, frá honum hafa einnig komið ljóðabækur.


Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Allar fréttir