Tilnefningar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

1. desember, 2011

Bergsveinn Birgisson og Gerður Kristný tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Gerður Kristný og Bergsveinn BirgissonBækur Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, og Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, hljóta tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2012.

Dómnefnd mun velja verðlaunahafann á fundi í Reykjavík vorið 2012. Verðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, verða að lokum afhent í nóvember 2012, á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru sett á laggirnar 1961 og verður hálfrar aldar afmæli verðlananna minnst með ýmsum hætti það sem eftir lifir ársins 2011 og út árið 2012.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir